Innlent

Rændi söluturn með sprautunál

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar manns sem ruddist inn í söluturn við Eddufelli í Breiðholti á níunda tímanum í gærkvöld vopnaður sprautunál og hafði fjármuni á brott með sér.

Hann hafði áður reynt að ræna konu sem var að taka peninga út úr hraðbanka við Æsufell með því að ógna henni einnig með nál en hafði ekki erindi sem erfiði þar sem hún veitti mótspyrnu.

Skömmu síðar fór hann inn í söluturninn og hótaði starfsmanni þar. Stökk hann yfir afgreiðsluborðið og tók peninga úr afgreiðslukassanum og hljóp á brott. Lögregla segir málið í rannsókn en meðal annars er verið að skoða myndir úr eftirlitsmyndavélum á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×