Innlent

Hefur áhyggjur af því að árangur tollgæslunnar glutrist niður

Guðbjörn Guðbjörnsson formaður tollvarðafélag Íslands.
Guðbjörn Guðbjörnsson formaður tollvarðafélag Íslands.

„Ég sé engan ávinning með þessu, hvorki faglegan né fjárhagslegan,"segir Guðbjörn Guðbjörnsson formaður tollvarðafélag Íslands. Uppi eru áform um að sameina tollgæsluembættin á Suðurnesjum og í Reykjavík. Þó er ekki búið að útkljá það ennþá, en allar horfur eru á að svo verði að sögn Guðbjörns.

Engum verður sagt upp og það á ekki að minnka kostnað með þessari sameiningu að sögn Guðbjörns. „Samvinna okkar og lögreglunnar á Suðurnesjum hefur verið frábær en nú á að skipta þessu upp. Ég hef því áhyggjur af því að árangurinn glutrist niður," segir Guðbjörn og furðar sig á ástæðum þessarar ákvörðunar.

Hann segir að í yfirlýsingu frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu komi fram að með þessu eigi að bæta tollgæsluna en bendir á að tollgæslan á Suðurnesjum hafi verið að skila toppárangri, þeim besta í landinu. „Ég skil því ekki hver á að segja okkur til verka," segir Guðbjörn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×