Innlent

Tveggja leitað vegna íkveikju í Hrafnhólum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja manna, sem grunaðir eru um að hafa kveikt í íbúð í fjölbýlishúsi við Hrafnhóla í Reykjavík, síðastliðinn laugardagsmorgun.

Grunur um íkveikju kviknaði strax, þar sem eldur var laus á tveimur stöðum í senn í íbúðinni þegar slökkvilið kom á vettvang, án þess að tengsl væru á milli eldanna. Þá var íbúðin mannlaus og ekkert benti til sjálfsíkveikju. Var rannsókninni því strax beint að íkveikju af manna völdum.

Að sögn lögreglu hafa þónokkrir verið yfirheyrðir vegna málsins og upptökur úr eftirlitsmyndavél í anddyri hússins skoðaðar. Í ljósi þessara athugana hefur grunur fallið á tvo menn, sem nú er leitað.

Tugir íbúða eru í húsinu og þar sem eldurinn logaði í íbúðinni á annari hæð, voru allir íbúar þar fyrir ofan í hættu, eða þartil slökkviliðið hafði ráðið niðurlögum eldsins. Þung refsing við því að stofna lífi og limum samborgaranna í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×