Innlent

Grunaður ökukennari farinn úr landi og hættur að kenna

Andri Ólafsson skrifar
MYND/GVA

Guðbrandur Bogason, formaður Ökukennarafélags Íslands, segir að ökukennarinn sem grunaður er um að hafa misnotað sex nemendur sína, drengi á aldrinum 14 - 17 ára, sé farinn úr landi og hættur að kenna.

Ökukennarinn er nú búsettur í Svíþjóð en þangað fór hann eftir að rannsókn lögreglu á hans málum hófst. Vísir sagði frá málinu í gærdag en kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur rannsakað það undanfarna mánuði.Sú rannsókn er á lokasprettinum.

Rannsókn málsins hófst þegar einn drengur, fyrrverandi nemandi ökukennarans, gaf sig fram og kærði meint brot mannsins til lögreglu. Í kjölfarið stigu fimm aðrir fyrrverandi nemendur fram og kærðu ökukennarann fyrir kynferðisbrot.

Fyrstu frétt Vísis um málið má lesa hér

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×