Innlent

Tveir meintir fíkniefnasalar teknir í Reykjanesbæ

Tveir menn voru handteknir í miðbæ Reykjanesbæjar grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna. Lögregla lagði hald á töluvert magn fíkniefna en ekki fæst gefið upp hversu mikið magnið var nákvæmlega.

Mennirnir gista nú fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag. Þá var lögreglunni á Suðurnesjum tilkynnt um innbrot á skemmtistað í Grindavík í gærkvöld en þar hafði töluverðu magni af áfengi verið stolið.

Enn fremur voru fjórir ökumenn gripnir á næturvaktinni grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og tveir fyrir ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×