Innlent

Launaleyndarmál RÚV opinberað eftir helgi

Páll Magnússon útvarpsstjóri
Páll Magnússon útvarpsstjóri

Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að ráðningasamningar Þórhalls Gunnarssonar, dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, og Sigrúnar Stefánsdóttur, dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins, verði afhentir eftir páskahelgina.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafnaði í gær kröfu Ríkisútvarpsins um að gildistöku úrskurðar nefndarinnar frá 11. mars síðastliðnum yrði frestað. Þar var úrskurðað að RÚV ætti að veita Vísi aðgang að ráðningarsamningum Þórhalls Gunnarssonar og Sigrúnar.

Páll segist hafa séð úrskurðinn í morgun. Hann ætli að fara yfir málin með lögfræðingi RÚV eftir helgi og svo verði gögnin líklega afhent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×