Innlent

Orðsending frá Vegagerðinni

Vegir eru mjög víða auðir þótt hálka eða hálkublettir séu á einstaka

leiðum í flestum landshlutum.

Það er þoka á Hellisheiði og í Þrengslum og víðar á Suðurlandi.

Vegafarendum er bent á að hálka getur myndast mjög snögglega, á blautum

vegar þegar kólnar, eins og búast má við í kvöld og í nótt.

Ásþungi

Vegna hættu á slitlagsskemmdum eru þungatakmarkanir nokkuð víða og eru

flutningsaðilar beðnir að kynna sér það nánar.

Framkvæmdir

Vegna framkvæmda á Hringvegi 1 í Borgarnesi er umferð beint um hjáleið.

Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og tillitsemi.

Vegna vinnu við boranir í Hvalfjarðargöngum - sem stendur yfir til 20.

mars - eru vegfarendur beðnir að taka tillit til hraðtakmarkana og fara

sérstaklega gætilega í kringum starfsmenn sem eru við störf.

Við minnum vegfarendur á að vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar

er nauðsynlegt að sýna þar aðgát. Sérstaklega biðjum við fólk að fara

varlega við framhjáhlaup við Voga, Grindavíkurveg og Njarðvík. Mikilvægt er að virða hraðatakmarkanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×