Innlent

Almenningur upplifir ríkisstjórnina sem ónýta

Almenningur upplifir ríkisstjórnina sem algjörlega ónýta gagnvart þeim efnahagsvanda sem að steðjar. Þetta segir formaður Vinstri-grænna en allir stjórnarandstöðuformennirnir gagnrýna ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi.

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í gær að ríkisstjórnin ætli sér ekki að bregðast gengishrapi krónunnar og telur hann ástandið ekki komið á það stig að það kalli á einhverjar sérstakar aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru þessu ósammála og gagnrýna ríkisstjórnina fyrir aðgerðarleysi. Formennirnir segja ríkisstjórnina geta gert ýmislegt til að vinna gegn því ástandi sem nú ríkir svo sem með því að lækka það gjald sem ríkið tekur af bensíni, auka sparnað og styrkja peningastöðu Seðlabankans.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir að dregið hafi úr trú almennings á að ríkisstjórnin geti tekið á því ástandi sem nú ríkir. Almenningur upplifi ríkisstjórnina sem algjörlega ónýta gagnvart þeim efnahagsvanda sem að steðjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×