MATVÍS vill sömu leikreglur fyrir alla 19. mars 2008 11:50 Níels Olgeirsson, formaður MATVÍS. Níels Olgeirsson, formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands, MATVÍS, segir að alltaf sé nokkuð um að félagið fái upplýsingar inn á borð til sín sem leiði til aðgerða af þess hálfu en mál tveggja Kínverja sem störfuðu á The Great Wall við Vesturgötu hófst einmitt með þeim hætti að félaginu bárust upplýsingar um að starfsfólkið byggi á veitingastaðnum. „Okkur er mest um vert að ná inn peningum fyrir þá félaga okkar sem hafa falið okkur að sækja mál fyrir sig. Þetta byrjar þannig að við heyrum af þessu og köllum starfsfólkið á fund og tveir af fimm starfsmönnum hafa verið áfram í sambandi við okkur síðan. Þrír af þessum fimm litu undan og sögðu að það væri allt í lagi hjá sér," sagði Níels. Við nánari könnun kom í ljós að tvemenningarnir sem fólu MATVÍS að reka sín mál áttu inni vangoldin laun hjá fyrirtækinu. „Við tókum fólkið út og komum því fyrir í íbúð sem við erum með og lánuðum því peninga. Við sömdum svo við fyrirtækið um að það greiddi okkur smám saman til baka það sem við lánuðum en fólkið á inni laun frá apríl til nóvember. Við komum þessu fólki svo í aðra vinnu og hjálpuðum því að koma sér á réttan kjöl," útskýrði Níels. „Ef við heyrum af því að fólk búi á veitingastöðunum skerumst við í leikinn og komum fólkinu þaðan út og í leiguhúsnæði. Við erum að hjálpa fólki sem veit ekkert hvaða reglur gilda og kann ekki til verka í íslensku þjóðfélagi. Við erum með íbúð í Reykjavík fyrir félagsmenn utan af landi og nýtum hana til bráðabirgða þegar hún er laus. Að sjálfsögðu gerum við allt sem við getum, við látum fólk ekki liggja í tjaldi í Laugardalnum," sagði Níels enn fremur. Gögn á 14 tungumálum Hann gerði grein fyrir því að MATVÍS héldi úti starfsmanni sem hefði það sérstaklega á sinni könnu að leita að starfsfólki á veitingastöðum sem verið væri að brjóta á og að auki ætti félagið í góðu samstarfi við Alþýðusamband Íslands sem hefði látið þýða gögn um réttindi starfsfólks á 14 tungumál, þar með talið launatöflur. MATVÍS færi svo með þessi gögn á vinnustaði og héldi þeim að erlendu starfsfólki. „Okkur er mjög í mun að þær leikreglur sem gilda hér á landi gildi fyrir alla og ef við heyrum af brotum erum við fyrstir á vettvang til að reyna að laga hlutina,“ sagði Níels.Þegar Níels var inntur eftir því hvort stór hluti þeirra mála sem félagið tæki upp á arma sína bærist því með upplýsingum frá þriðja aðila kvað hann alltaf eitthvað um það. Mest fylgdist MATVÍS þó með gegnum upplýsingar um veitt atvinnuleyfi en þær upplýsingar hefðu þó takmarkast við inngöngu þjóða í Evrópusambandið: „Þetta fer nú minnkandi núna að við fáum þetta inn á borð til okkar því að við höfum fengið þetta í gegnum atvinnuleyfin en þeim hefur fækkað núna eftir að Pólverjar fóru í Evrópusambandið og þurfa þar af leiðandi ekki atvinnuleyfi lengur.“ Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Níels Olgeirsson, formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands, MATVÍS, segir að alltaf sé nokkuð um að félagið fái upplýsingar inn á borð til sín sem leiði til aðgerða af þess hálfu en mál tveggja Kínverja sem störfuðu á The Great Wall við Vesturgötu hófst einmitt með þeim hætti að félaginu bárust upplýsingar um að starfsfólkið byggi á veitingastaðnum. „Okkur er mest um vert að ná inn peningum fyrir þá félaga okkar sem hafa falið okkur að sækja mál fyrir sig. Þetta byrjar þannig að við heyrum af þessu og köllum starfsfólkið á fund og tveir af fimm starfsmönnum hafa verið áfram í sambandi við okkur síðan. Þrír af þessum fimm litu undan og sögðu að það væri allt í lagi hjá sér," sagði Níels. Við nánari könnun kom í ljós að tvemenningarnir sem fólu MATVÍS að reka sín mál áttu inni vangoldin laun hjá fyrirtækinu. „Við tókum fólkið út og komum því fyrir í íbúð sem við erum með og lánuðum því peninga. Við sömdum svo við fyrirtækið um að það greiddi okkur smám saman til baka það sem við lánuðum en fólkið á inni laun frá apríl til nóvember. Við komum þessu fólki svo í aðra vinnu og hjálpuðum því að koma sér á réttan kjöl," útskýrði Níels. „Ef við heyrum af því að fólk búi á veitingastöðunum skerumst við í leikinn og komum fólkinu þaðan út og í leiguhúsnæði. Við erum að hjálpa fólki sem veit ekkert hvaða reglur gilda og kann ekki til verka í íslensku þjóðfélagi. Við erum með íbúð í Reykjavík fyrir félagsmenn utan af landi og nýtum hana til bráðabirgða þegar hún er laus. Að sjálfsögðu gerum við allt sem við getum, við látum fólk ekki liggja í tjaldi í Laugardalnum," sagði Níels enn fremur. Gögn á 14 tungumálum Hann gerði grein fyrir því að MATVÍS héldi úti starfsmanni sem hefði það sérstaklega á sinni könnu að leita að starfsfólki á veitingastöðum sem verið væri að brjóta á og að auki ætti félagið í góðu samstarfi við Alþýðusamband Íslands sem hefði látið þýða gögn um réttindi starfsfólks á 14 tungumál, þar með talið launatöflur. MATVÍS færi svo með þessi gögn á vinnustaði og héldi þeim að erlendu starfsfólki. „Okkur er mjög í mun að þær leikreglur sem gilda hér á landi gildi fyrir alla og ef við heyrum af brotum erum við fyrstir á vettvang til að reyna að laga hlutina,“ sagði Níels.Þegar Níels var inntur eftir því hvort stór hluti þeirra mála sem félagið tæki upp á arma sína bærist því með upplýsingum frá þriðja aðila kvað hann alltaf eitthvað um það. Mest fylgdist MATVÍS þó með gegnum upplýsingar um veitt atvinnuleyfi en þær upplýsingar hefðu þó takmarkast við inngöngu þjóða í Evrópusambandið: „Þetta fer nú minnkandi núna að við fáum þetta inn á borð til okkar því að við höfum fengið þetta í gegnum atvinnuleyfin en þeim hefur fækkað núna eftir að Pólverjar fóru í Evrópusambandið og þurfa þar af leiðandi ekki atvinnuleyfi lengur.“
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira