Innlent

Great Wall-málið ekki til Útlendingastofnunar

Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar.
Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar.

Mál kínverska starfsfólksins á The Great Wall sem fjallað hefur verið um á Vísi og í Fréttablaðinu hefur ekki komið inn á borð Útlendingastofnunar enda segir Hildur Dungal forstjóri mál af þessu tagi yfirleitt ekki heyra beint undir stofnunina.

„Við förum ekki með þetta beina eftirlit, lögreglan sér alveg um það. Ef málin eru á einhvern hátt vafasöm fara þau til lögreglu. Ef þau lúta hins vegar að einhverju í sambandi við [dvalar- eða atvinnu] leyfin myndi lögregla láta okkur vita ef við höfum ekki þegar fengið málið til meðferðar. Svo kemur það líka fyrir að við heyrum af málum fyrst og komum þeim til lögreglunnar. Eina aðkoma okkar, eins og t.d. að þessu máli, snýst um hvort fólkið sé yfir höfuð með vinnu og hafi framfærslu, hvort það sé með leyfi og hvort þau leyfi séu í lagi. Útlendingastofnun kemur aldrei að neinu leyti að rannsóknum á því hvort verið sé að brjóta kjarasamninga og greiða fólki rétt laun o.s.frv.," sagði Hildur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×