Fleiri fréttir

F-16 vélar lentu í Keflavík vegna bilunar

Viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar tvær bandarískar F-16 orrustuþotur lentu fyrir skömmu á Keflavíkurflugvelli eftir að vélarbilun varð vart í annari þeirra.

Undirbúa aðgerðir gegn tíu veitingastöðum

Starfsmenn umhverfissviðs Reykjavíkurborgar undirbúa nú aðgerðir gegn tíu veitingastöðum í miðborginni vegna brots á reykingabanni. Kráreigendur segja að velta hafi dregist saman um allt að 30 prósent síðan bannið tók gildi.

Kennari á fyrsta ári í MR gaf frí vegna mótmæla

„Það er rétt að einum kennara varð það á að gefa nemendum frí í tíma eftir beiðni frá nemendum,“ segir Yngvi Pétursson rektor Menntaskólans í Reykjavík en Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hélt þessu fram í Silfri Egils í gær.

Hafði unnið hjá UPS í þrjú ár

“Ég lít þetta mál afar alvarlegum augum og mun fylgjast grannt með rannsókn lögreglu eftir því sem henni miðar áfram. En á meðan henni er ekki lokið get ég ekki tjáð mig frekar,” segir Sigþór Skúlason, framkvæmdastjóri UPS á Íslandi, en starfsmaður fyrirtækisins er einn þeirra þriggja sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um hafa reynt að smygla 5 kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni til landsins.

Fischer og Miyoko voru í alvörunni gift

Lögfræðingur Bobby Fischer í Japan segir skákmeistarann hafa verið giftan hinni japönsku Miyoko Watai. Sjálfur segist hann hafa verið lögformlegur hjúskaparvottur og hjúskaparvottorðið beri nafn hans því til staðfestingar.

Skora á HB Granda að endurskoða uppsagnir

Bæjarráð Akraness skorar á stjórn HB Granda að endurskoða fyrirhugaðar uppsagnir starfsmanna fyrirtækisins á Akranesi. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi ráðsins sem haldinn var í gær.

Lausamunir fjúka á Akureyri í hvassvirði

Talsvert hvessti á Akureyri undir morgun og bárust lögreglu nokkrar tilkynningar um fok. Í öllum tilvikum voru lausamunir að fjúka og hlaust lítið sem ekkert tjón af. Búist er við að veðrið gangi hratt yfir.

Bræður flæktir í fíkniefnasmygl

Þriðji maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um aðild að smygli á um fimm kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni, er samkvæmt heimildum Vísis yngri bróðir starfsmanns fjármálaráðuneytisins sem einnig er í varðhaldi.

Ólafur F: Spaugstofuþátturinn svívirðileg árás

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hitti Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum Mannamál í kvöld þar sem hann vísaði á bug þeim óhróðri sem hann segir að borinn hafi verið á hann síðustu daga. Hann sagði meðal annars að grín Spaugstofunnar í gær hafi verið svívirðileg árás.

Einn hinna grunuðu vann hjá hraðsendingafyrirtækinu sem flutti dópið

Einn þeirra þriggja sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað inn 5 kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni með hraðsendingu var starfsmaður fyrirtækisins sem mennirnir notuðu til að koma efnunum til landsins. Rannsókn lögreglu hefur verið afar viðamikil en talið er að málið tengist stórum smyglhring.

Öllu innanlandsflugi frestað

Öllu innanlandsflugi hefur verið frestað í dag vegna veðurs. Óveðrið sem verið hefur víða á landinu hefur sett flugsamgöngur úr skorðum það sem af er degi en nú hefur verið tekin ákvörðun um að fella allt flug niður fram til morguns.

Dagur: Mogginn notar Ólaf F. sem skjöld í umræðunni

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgastjóri, sagði í Silfri Egils á Rúv í dag Morgunblaðið hafi kosið að nota Ólaf F. Magnússon sem skjöld í umræðunni um borgarmálin síðustu daga. Hann sagði að blaðið treysti sér ekki til þess að ræða kjarna málsins sem væri sá að með því að mynda meirihluta með Ólafi hafi Sjálfstæðisflokkurinn vikið öllum sínum hugsjónum frá og sett borgarstjórastólinn á uppboð. Hann sagði einnig að það hafi orðið að samkomulagi á milli Ólafs og skrifstofustjóra hjá borginni að hann skilaði inn læknisvottorði á sínum tíma.

Störf mannsins hjá ráðuneytinu auðvelduðu honum ekki smyglið

Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu staðfestir við Vísi að starfsmaður ráðuneytisins sé bendlaður við smygl á tæpum fimm kílóum á amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni. Tollgæslan lagði hald á efnin sem komu með hraðsendingu og er málið litið alvarlegum augum þar sem Tollgæslan heyrir undir fjármálaráðuneytið. Störf mannsins í ráðuneytinu tengdust þó tollgæslunni ekki á nokkurn hátt.

Harður árekstur á Höfðabakkabrú

Harður árekstur varð á Höfðabakkabrú um níuleytið í kvöld þegar tveir bílar skullu saman. Flytja þurfti tvo á slysadeild til aðhlynningar. Bílarnir skemmdust mikið og dreifðist brakið úr þeim um brúna. Flökin voru flutt á brott með kranabíl.

Hellisheiðin hefur verið opnuð

Búið er að opna veginn yfir Hellisheiði en Vegagerðin varar við hálkublettum og óveðri sem enn er á svæðinu.

Björgunarsveit kölluð út vegna foks í Hafnarfirði

Lægðin sem gengið hefur yfir borgina hefur valdið þónokkrum vandræðum en ekkrt stórfellt tjón hefur hlotist af. Að sögn lögreglu var ástandið verst í Vallahverfi í Hafnarfirði þar sem nokkuð hefur borið á því að verktakar hafi ekki gengið nægilega frá lausum hlutum.

Farþegaþota lenti á Reykjavíkurflugvelli

Boeing 757 farþegaþota á vegum Bandaríska hersins varð að lenda á Reykjavíkurflugvelli nú fyrir stundu sökum veðurofsa í Keflavík. Samkvæmt upplýsingum frá flugturninum á Reykjavíkurflugvelli átti þotan að lenda í Keflavík en mikið rok kom í veg fyrir það. Á tíma fór rokið í níutíu hnúta og stóð að auki illa á flugbrautina.

Óveður víða um land

Allt innanlandsflug liggur niðri vegna óveðurs og hundruð farþega bíða á flugvöllum um land allt. Þá er búið að loka Hellisheiðinni vegna veðurs og hafa nokkrir bílar fokið út veginum í morgun.

Hellisheiðin er lokuð

Hellisheiðinni hefur verið lokað fyrir bílaumferð. Heiðin var lokuð í nótt og Vegagerðinni tókst að opna hana í morgun en nú hefur henni verið lokað á ný.

Bílvelta við Hvalfjarðargöng

Bíll valt við syðri gangamuna Hvalfjarðarganga í nótt með þeim afleiðingum að flytja þurfti tvo á slysadeild til skoðunar. Ekki er að fullu kunnugt um tildrög slyssins en talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bifreiðinni í slæmri færð sem var á þessum slóðum í nótt eins og víðar um landið.

Ölvaðir ökumenn og fullir farþegar í Reykjanesbæ

Rétt eftir klukkan tvö í nótt var jeppabifreið ekið útaf Flugvallarveginum við Efstaleiti í Reykjanesbæ og sat þar föst. Grunur er um að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og gistu þrír aðilar fangageymslur vegna málsins. Þeir verða yfirheyrðir þegar áfengisvíman er runnin af þeim.

Þorra blótað í vondu veðri á Suðurlandi

Erilsamt var í umdæmi Selfosslögreglu í nótt. Þrjú eða fjögur þorrablót voru haldin á svæðinu og við bættist leiðinda veður. Lögregla og björgunarsveitir höfðu því nóg að gera við að aðstoða fólk í vanda. Þorrablótin fóru að mestu vel fram að sögn lögreglu en vandræðin byrjuðu þegar fólk reyndi að komast til sín heima.

Líkamsárás á Akureyri

Maður á þrítugsaldri var handtekinn eftir að hafa ráðist á rúmlega tvítugan mann í miðbæ Akureyrar í nótt. Hann kýldi manninn niður og sparkaði tvisvar í höfuðuð á honum liggjandi í götunni.

Rafræn sjúkraskráning er í molum

Öryggi sjúklinga á heilbrigðisstofnunum landsins er í hættu að mati læknaráðs Landspítalans. Ástæðan er sú að rafræn sjúkraskráning er í molum.

Fagnar nauðgunardómi

Deildarstjóri neyðarmóttöku nauðgana fagnar dómi héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja litháa sem dæmdir voru í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun í gær. Hún segist vilja sjá þyngri dóma við nauðgunum í framtíðinni, en dómurinn í gær sé skref í rétta átt.

Framsókn í Reykjavík er óstarfhæfur flokkur

Framsóknarflokkurinn í Reykavík er óstarfhæfur og af þeim sökum hætti Björn Ingi í borgarpólitíkinni. Þetta sagði Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarmanna á opnum fundi flokksins í Reykjavík í dag.

Hundarnir komnir í leitirnar

Síberíu husky hundarnir sem leitað hefur verið að á Suðurnesjum eru komnir í leitirnar. „Þeir fundust við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd heilir á húfi, segir vinur eigendanna sem stóð í ströngu í nótt við að finna hundana.

Sjálfstæðiskonur ánægðar með nýjan meirihluta í borginni

Landssamband Sjálfstæðiskvenna hefur ályktað um nýjan meirihluta í Reykjavík. Þær fagna því að sjálfstæðismenn fari aftur með völd í Reykjavík. „Allt tal um að stjórnarskiptin séu ólýðræðisleg á ekki við rök að styðjast. Nýr meirihluti er löglega kjörinn meirihluti í borginni,“ segir í ályktuninni.

Sakhæfur þrátt fyrir slys í Egyptalandi

Jón Pétursson, sem tvívegis hefur verið dæmdur fyrir nauðganir á skömmum tíma, er sakhæfur. Þetta er niðurstaða tveggja matsmanna sem fengnir voru til þess að meta hvort slys sem Jón varð fyrir í Egyptalandi hafi leitt til framheilaskaða.

Strandaði á leið til Hólmavíkur

Gat kom á botn flutningaskipsins ICE Bird eða Ísfuglsins þegar það rakst utan í sker á leið til hafnar í Hólmavík. Kafarar könnuðu skemmdir skipsins sem reyndust ekki miklar og var því siglt til Akureyrar þar sem það fer í slipp.

Rætt um þorsk á Hótel Loftleiðum

Ráðstefna stendur yfir á vegum Hafrannsóknarstofnunar um þorsk á Íslandsmiðum á Hótel loftleiðum í dag. Markmiðið með ráðstefnunni er að varpa skýrara ljósi á þorskrannsóknir við Íslandsmið og verður þar fjöldi erlendra sérfræðinga sem kynnir niðurstöður rannsókna sinna við Íslandsmið.

Gagnrýnir stjórnsýslu borgarinnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í málum húsanna tveggja á Laugavegi fjögur og sex ekki hafa verið nægilega skýra og góða. Hún hvetur skipulagsyfirvöld eindregið til að vinna betur að húsafriðunarmálum í framtíðinni.

Vefverðlaunin 2007: Vísir tilnefndur

Vísir er tilnefndur sem besti afþreyingarvefurinn þegar Vefverðlaunin 2007 verða veitt á Hótel Sögu 1. febrúar næstkomandi. Samtök vefiðnaðarins standa að verðlaununum en fimm vefir eru tilnefndir í hverjum flokki og eru flokkarnir einnig fimm.

Ólafur F. tjáir sig um veikindi sín

Ólafur F. Magnússon, nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur, ræðir í fyrsta sinn opinberlega um veikindi sín sem gerðu það að verkum að hann var að mestu fjarverandi frá borgamálunum á síðasta ári. Í viðtölum í Fréttablaðinu og 24 stundum segist hann hafa verið „nokkuð langt niðri á tímabili," og að hann hafi sótt sér „viðeigandi aðstoð og aðhlynningu" til að sigrast á veikindunum.

Ingibjörg Sólrún undirritar fríverslunarsamning við Kanada

Í dag undirritaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli EFTA ríkjanna og Kanada. Undirritunin fór fram í Davos í Sviss. Samningurinn mun öðlast gildi og koma til framkvæmda þegar hann hefur verið fullgiltur af EFTA ríkjunum og Kanada.

Sextán ára á stolnum bíl

Sextán ára piltur var tekinn á stolnum bíl á Ísafirði í nótt. Pilturinn var réttindalaus og sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu sem þurfti að elta hann í smá tíma þar til hann stöðvaði bílinn. Í ljós kom að pilturinn var undir áhrifum áfengis.

Slagsmál á Akureyri

Lögreglan á Akureyri var þrisvar sinnum kölluð út í nótt vegna slagsmála fyrir utan skemmtistaði í bænum. Að sögn lögreglu voru slagsmálin tengd drykkju og skemmtanahaldi og einn slagsmálaahundanna gisti fangageymslur í nótt.

Skipuð formaður barnaverndarnefndar að henni forspurðri

Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður mun ekki taka við embætti formanns barnaverndarnefndar en hún var skipuð formaður í nefndina af núverandi meirihluta í borgarstjórn. Kristín var að henni forspurðri skipuð formaður nefndarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir