Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2025 13:24 Tveir leigubílstjórar misstu prófið við Keflavíkurflugvöll í gær. Vísir/Anton Brink Settur yfirlögregluþjónn segir lögreglu ekki vera í neinu sérstöku átaki varðandi leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar sé reglulegu eftirliti sinnt, og eiga leigubílstjórar það til að brjóta af sér. Tveir misstu prófið við flugstöðina í gær. Fréttastofa fékk í gær ábendingu um að lögreglan hafi verið með póst við Keflavíkurflugvöll þar sem gáð var að réttindum leigubílstjóra sem sóttu eða skiluðu farþegum í flugstöðina. Enginn var gripinn réttindalaus í þetta sinn, en það hefur komið fyrir. Styðjast við gátlista Ómar Mehmet Annisius, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir þetta þó ekki hluta af neinu átaki. Embættið sé eingöngu að sinna skyldum sínum. „Það er ekki þannig að við séum með eitthvað sérstakt átak í gangi. Lögreglan hefur verið að sinna þessu, og við munum halda því áfram,“ segir Ómar. „Við höfum eftirlit með leigubílstjórum á svæðinu þar sem við könnum meðal annars hvort þeir séu með ökuréttindi og starfs- og rekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Við styðjumst við gátlista þar sem við erum að athuga hvort bíllinn sé með sýnilega verðskrá, gjaldmæli og svo framvegis.“ Keyrðu of hratt Í gær var lögreglan einnig með ratsjármælingar við flugvöllinn, þar sem tveir leigubílstjórar voru sviptir ökuréttindum vegna hraðaksturs. „Það er náttúrulega margt fólk sem er þarna gangandi. Þannig það er mikilvægt að fólk fylgist með ökuhraða. Ef hámarkshraði er fimmtán kílómetrar á klukkustund, þá þarf ekki mikið til svo menn missi ökuréttindin. Fólk þarf að vera mjög vakandi,“ segir Ómar. Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Umferðaröryggi Suðurnesjabær Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Fréttastofa fékk í gær ábendingu um að lögreglan hafi verið með póst við Keflavíkurflugvöll þar sem gáð var að réttindum leigubílstjóra sem sóttu eða skiluðu farþegum í flugstöðina. Enginn var gripinn réttindalaus í þetta sinn, en það hefur komið fyrir. Styðjast við gátlista Ómar Mehmet Annisius, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir þetta þó ekki hluta af neinu átaki. Embættið sé eingöngu að sinna skyldum sínum. „Það er ekki þannig að við séum með eitthvað sérstakt átak í gangi. Lögreglan hefur verið að sinna þessu, og við munum halda því áfram,“ segir Ómar. „Við höfum eftirlit með leigubílstjórum á svæðinu þar sem við könnum meðal annars hvort þeir séu með ökuréttindi og starfs- og rekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Við styðjumst við gátlista þar sem við erum að athuga hvort bíllinn sé með sýnilega verðskrá, gjaldmæli og svo framvegis.“ Keyrðu of hratt Í gær var lögreglan einnig með ratsjármælingar við flugvöllinn, þar sem tveir leigubílstjórar voru sviptir ökuréttindum vegna hraðaksturs. „Það er náttúrulega margt fólk sem er þarna gangandi. Þannig það er mikilvægt að fólk fylgist með ökuhraða. Ef hámarkshraði er fimmtán kílómetrar á klukkustund, þá þarf ekki mikið til svo menn missi ökuréttindin. Fólk þarf að vera mjög vakandi,“ segir Ómar.
Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Umferðaröryggi Suðurnesjabær Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira