Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2025 13:24 Tveir leigubílstjórar misstu prófið við Keflavíkurflugvöll í gær. Vísir/Anton Brink Settur yfirlögregluþjónn segir lögreglu ekki vera í neinu sérstöku átaki varðandi leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar sé reglulegu eftirliti sinnt, og eiga leigubílstjórar það til að brjóta af sér. Tveir misstu prófið við flugstöðina í gær. Fréttastofa fékk í gær ábendingu um að lögreglan hafi verið með póst við Keflavíkurflugvöll þar sem gáð var að réttindum leigubílstjóra sem sóttu eða skiluðu farþegum í flugstöðina. Enginn var gripinn réttindalaus í þetta sinn, en það hefur komið fyrir. Styðjast við gátlista Ómar Mehmet Annisius, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir þetta þó ekki hluta af neinu átaki. Embættið sé eingöngu að sinna skyldum sínum. „Það er ekki þannig að við séum með eitthvað sérstakt átak í gangi. Lögreglan hefur verið að sinna þessu, og við munum halda því áfram,“ segir Ómar. „Við höfum eftirlit með leigubílstjórum á svæðinu þar sem við könnum meðal annars hvort þeir séu með ökuréttindi og starfs- og rekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Við styðjumst við gátlista þar sem við erum að athuga hvort bíllinn sé með sýnilega verðskrá, gjaldmæli og svo framvegis.“ Keyrðu of hratt Í gær var lögreglan einnig með ratsjármælingar við flugvöllinn, þar sem tveir leigubílstjórar voru sviptir ökuréttindum vegna hraðaksturs. „Það er náttúrulega margt fólk sem er þarna gangandi. Þannig það er mikilvægt að fólk fylgist með ökuhraða. Ef hámarkshraði er fimmtán kílómetrar á klukkustund, þá þarf ekki mikið til svo menn missi ökuréttindin. Fólk þarf að vera mjög vakandi,“ segir Ómar. Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Umferðaröryggi Suðurnesjabær Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Fréttastofa fékk í gær ábendingu um að lögreglan hafi verið með póst við Keflavíkurflugvöll þar sem gáð var að réttindum leigubílstjóra sem sóttu eða skiluðu farþegum í flugstöðina. Enginn var gripinn réttindalaus í þetta sinn, en það hefur komið fyrir. Styðjast við gátlista Ómar Mehmet Annisius, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir þetta þó ekki hluta af neinu átaki. Embættið sé eingöngu að sinna skyldum sínum. „Það er ekki þannig að við séum með eitthvað sérstakt átak í gangi. Lögreglan hefur verið að sinna þessu, og við munum halda því áfram,“ segir Ómar. „Við höfum eftirlit með leigubílstjórum á svæðinu þar sem við könnum meðal annars hvort þeir séu með ökuréttindi og starfs- og rekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Við styðjumst við gátlista þar sem við erum að athuga hvort bíllinn sé með sýnilega verðskrá, gjaldmæli og svo framvegis.“ Keyrðu of hratt Í gær var lögreglan einnig með ratsjármælingar við flugvöllinn, þar sem tveir leigubílstjórar voru sviptir ökuréttindum vegna hraðaksturs. „Það er náttúrulega margt fólk sem er þarna gangandi. Þannig það er mikilvægt að fólk fylgist með ökuhraða. Ef hámarkshraði er fimmtán kílómetrar á klukkustund, þá þarf ekki mikið til svo menn missi ökuréttindin. Fólk þarf að vera mjög vakandi,“ segir Ómar.
Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Umferðaröryggi Suðurnesjabær Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira