Innlent

Bræður flæktir í fíkniefnasmygl

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Þriðji maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um aðild að smygli á um fimm kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni, er samkvæmt heimildum Vísis yngri bróðir starfsmanns fjármálaráðuneytisins sem einnig er í varðhaldi.

Bræðurnir eru fæddir 1979 og 1983 og eru því 29 og 25 ára gamlir. Þriðji maðurinn sem situr í varðhaldi var starfsmaður UPS Hraðsendinga en fíkniefnin voru send í hraðsendingu hjá því fyrirtæki.

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni fimm einstaklinga í tenglsum við málið sem kom upp fyrir áramót þegar Tollgæslan á Suðurnesjum lagði hald á fíkniefnin. Efnin höfðu verið send með hraðsendingu til landsins frá Þýskalandi. Tveimur var sleppt að lokinni yfirheyrslu en bræðurnir og starfsmaður hraðsendingafyrirtækisins eru í haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×