Innlent

Bílvelta við Hvalfjarðargöng

Bíll valt við syðri gangamuna Hvalfjarðarganga í nótt með þeim afleiðingum að flytja þurfti tvo á slysadeild til skoðunar. Ekki er að fullu kunnugt um tildrög slyssins en talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bifreiðinni í slæmri færð sem var á þessum slóðum í nótt eins og víðar um landið.

Að sögn vaktstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru meiðslin minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×