Innlent

Hundarnir komnir í leitirnar

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Síberíu husky hundarnir sem leitað hefur verið að á Suðurnesjum eru komnir í leitirnar. „Þeir fundust við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd heilir á húfi, segir vinur eigendanna sem stóð í ströngu í nótt við að finna hundana.

Hundarnir voru í pössun í Vogum á Vatnsleysuströnd þegar þeir sluppu og var vinurinn að vonum ánægður með að hafa fundið þá. Hann vill koma þakklætiskveðjum til allra þeirra sem aðstoðuðu við leitna.

„Ég vill bara þakka allan stuðninginn sem við fengum en eftir að fréttin birtist á Vísi fékk ég fjölmörg símtöl. Hann segir að hundarnir hafi verið við hestaheilsu. „Þeir elska þetta veður þannig að það væsti ekkert um þá. En eftir að fór að myrkva í gær varð eiginlega vonlaust að finna þá þar sem þeir eru svartir og hvítir á litinn," segir eigandinn. Hann fékk svo loks ábendingu um að sést hefði til þeirra við Kálfatjarnarkirkju og þar fundust þeir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×