Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2025 08:53 Donald Trump Bandaríkjaforseti segist opinn fyrir þríhliðafundi með leiðtogum Rússlands og Úkraínu. EPA Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Blaðamenn NBC hafa eftir þremur heimildum að það sé til skoðunar í Hvíta húsinu hvort bjóða eigi Selenskí á fundinn í Alaska. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um hugsanlega aðkomu Selenskí að fundinum að einn heimildarmaður segir miðlinum að það sé „algjörlega“ möguleiki á að Selenskí verði viðstaddur fundi í Alaska. Þrátt fyrir að Selenskí kæmi til Alaska eftir allt saman sé ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Breska ríkisútvarpið hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé tilbúinn að sitja þríhliða fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Volodimír Selenskí Úkraínuforseta. Sem stendur sé einungis á dagskrá að Trump og Pútín hittist tveir, líkt og Pútín hafði óskað eftir. Pútín hefur nokkrum sinnum áður hafnað því að mæta á beinan viðræðufund með Selenskí og Pútín og Selenskí hafa ekki hist í eigin persónu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Trump hefur áður sagt blaðamönnum að hann hafi lagt til að „byrja á Rússlandi“ og funda því einungis með Pútín áður en hann fundar með Selenskí. Landamærum ekki breytt með valdi Þegar greint var frá fyrirhuguðum fundi Pútín og Trump síðasta föstudag gaf Trump í skyn að til þess að friðarsamningar næðust þyrftu að vera einhverjar skiptingar á landsvæði. Selenskí brást harkalega við þeim ummælum. „Við ætlum ekki að verðlauna Rússum fyrir það sem þeir hafa gert okkur,“ sagði Selenskí í færslu á Telegram. Hann sagði að allar ákvarðanir sem yrðu teknar án aðkomu Úkraínu væru dauðadæmdar. Hugmyndir Rússa fælust í raun í skiptum á úkraínsku landsvæði fyrir landsvæði í eigu Úkraínu. „Og afleiðingarnar tryggja að Rússar verða þá í enn hentugri stöðu til þess að halda stríðinu áfram,“ skrifar Selenskí. CBS greindi frá því í gær að Trump væri að gera tilraun til að fá leiðtoga Evrópuríkja í lið með sér til að samþykkja ályktun sem fæli í sér að Rússland fengi Donbassvæðisins, sem nær yfir stóran hluta bæði Lúhansk- og Dónetskhéraðs. Þar að auki fengi Rússland að halda yfirráðum yfir Krímskaga. Þjóðarleiðtogar Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands og Finnlands og framkvæmdastjórn Evrópuráðsins sendu í gærkvöldi frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir segja ótækt að funda um lok á innrásarstríði Rússa í Úkraínu án aðkomu Úkraínu. Friðarviðræður komi til með að ganga upp án þess að fulltrúi Úkraínu sé við samningaborðið. Í yfirlýsingu þjóðarleiðtoganna er ítrekað að alþjóðlegum landamærum megi ekki breyta með valdi. „Úkraína hefur frelsi til að ákveða hver sín örlög eru,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er ítrekað að hlutaðeigandi ríki komi til með að halda sínum stuðningi við Úkraínu áfram, í alþjóðasamskiptum, hernaðarlega og fjárhagslega. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Blaðamenn NBC hafa eftir þremur heimildum að það sé til skoðunar í Hvíta húsinu hvort bjóða eigi Selenskí á fundinn í Alaska. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um hugsanlega aðkomu Selenskí að fundinum að einn heimildarmaður segir miðlinum að það sé „algjörlega“ möguleiki á að Selenskí verði viðstaddur fundi í Alaska. Þrátt fyrir að Selenskí kæmi til Alaska eftir allt saman sé ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Breska ríkisútvarpið hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé tilbúinn að sitja þríhliða fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Volodimír Selenskí Úkraínuforseta. Sem stendur sé einungis á dagskrá að Trump og Pútín hittist tveir, líkt og Pútín hafði óskað eftir. Pútín hefur nokkrum sinnum áður hafnað því að mæta á beinan viðræðufund með Selenskí og Pútín og Selenskí hafa ekki hist í eigin persónu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Trump hefur áður sagt blaðamönnum að hann hafi lagt til að „byrja á Rússlandi“ og funda því einungis með Pútín áður en hann fundar með Selenskí. Landamærum ekki breytt með valdi Þegar greint var frá fyrirhuguðum fundi Pútín og Trump síðasta föstudag gaf Trump í skyn að til þess að friðarsamningar næðust þyrftu að vera einhverjar skiptingar á landsvæði. Selenskí brást harkalega við þeim ummælum. „Við ætlum ekki að verðlauna Rússum fyrir það sem þeir hafa gert okkur,“ sagði Selenskí í færslu á Telegram. Hann sagði að allar ákvarðanir sem yrðu teknar án aðkomu Úkraínu væru dauðadæmdar. Hugmyndir Rússa fælust í raun í skiptum á úkraínsku landsvæði fyrir landsvæði í eigu Úkraínu. „Og afleiðingarnar tryggja að Rússar verða þá í enn hentugri stöðu til þess að halda stríðinu áfram,“ skrifar Selenskí. CBS greindi frá því í gær að Trump væri að gera tilraun til að fá leiðtoga Evrópuríkja í lið með sér til að samþykkja ályktun sem fæli í sér að Rússland fengi Donbassvæðisins, sem nær yfir stóran hluta bæði Lúhansk- og Dónetskhéraðs. Þar að auki fengi Rússland að halda yfirráðum yfir Krímskaga. Þjóðarleiðtogar Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands og Finnlands og framkvæmdastjórn Evrópuráðsins sendu í gærkvöldi frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir segja ótækt að funda um lok á innrásarstríði Rússa í Úkraínu án aðkomu Úkraínu. Friðarviðræður komi til með að ganga upp án þess að fulltrúi Úkraínu sé við samningaborðið. Í yfirlýsingu þjóðarleiðtoganna er ítrekað að alþjóðlegum landamærum megi ekki breyta með valdi. „Úkraína hefur frelsi til að ákveða hver sín örlög eru,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er ítrekað að hlutaðeigandi ríki komi til með að halda sínum stuðningi við Úkraínu áfram, í alþjóðasamskiptum, hernaðarlega og fjárhagslega.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira