Innlent

Líkamsárás á Akureyri

Maður á þrítugsaldri var handtekinn eftir að hafa ráðist á rúmlega tvítugan mann í miðbæ Akureyrar í nótt. Hann kýldi manninn niður og sparkaði tvisvar í höfuðuð á honum liggjandi í götunni.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en var lítið slasaður og fékk að fara heim í nótt. Árásarmaðurinn var samstundis tekinn höndum og færður í fangageymslur. Hann var töluvert ölvaður og er góðkunningi lögreglunnar.

Hann verður yfirheyrður í dag. Tildrög árásarinnar eru ókunn. Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt vegna skemmtanahalds í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×