Innlent

Með áverka í andliti eftir árás á heimili á Eyrarbakka

MYND/Róbert

Lögreglan á Selfossi rannsakar nú líkamsárásarmál sem kom upp aðfaranótt sunnudags á Eyrarbakka.

Þar var ráðist á á mann á heimili hans og gengið svo hart fram að hann var fluttur með sjúkrabifreið á heilsugæsluna á Selfossi til aðhlynningar. Var hann með áverka í andliti og grunur um að brot hafi komið í augnbotn. Árásarmaðurinn var einn að verki en ekki liggur fyrir hvað honum gekk til með árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×