Innlent

Sakhæfur þrátt fyrir slys í Egyptalandi

Jón Pétursson.
Jón Pétursson.

Jón Pétursson, sem tvívegis hefur verið dæmdur fyrir nauðganir á skömmum tíma, er sakhæfur. Þetta er niðurstaða tveggja matsmanna sem fengnir voru til þess að meta hvort slys sem Jón varð fyrir í Egyptalandi fyrir nokkrum árum hafi leitt til framheilaskaða.

Jón hélt því fram að framheilaskaðinn gerði það að verkum að hann væri ósakhæfur. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Jóns, staðfestir við Vísi að niðurstaða matsmannana hafi verið sú að hann sé sakhæfur.

Jón hefur tvívegis verið dæmdur fyrir nauðgun. Annar þeirra hefur verið staðfestur í Hæstarétti en hinn var tekinn fyrir þar á miðvikudag og er dóms að vænta innan tíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×