Innlent

Borgarstjóri boðinn velkominn með bakkelsi

Nýr borgarstjóri var boðinn velkominn með bakkelsi og handabandi á fyrsta starfsdegi hans í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun. Hann gagnrýnir Spaustofuna harðlega fyrir þátt liðinnar helgi og segir að ráðist hafi verið á sig og fjölskyldu sína.

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, var gestur í þættinum Mannamáli hjá Sigmundi Erni Rúnarssyni á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar ræddi hann viðbrögð sín við Spaugstofuþætti Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Sviptingarnar í borgarstjórn Reykjavíkur voru nær eina umfjöllunarefni grínistanna og þótti Ólafi gamanið grátt.

Fyrsti starfsdagur borgarstjóra hófst með móttöku starfmanna í Ráðhúsinu í morgun. Beðið var með bakkelsi þegar hann mætti til vinnu. Hann tók þéttingsfast í hendurnar á samstarfsfólki sem bauð hann velkominn til starfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×