Ólafur F: Spaugstofuþátturinn svívirðileg árás 27. janúar 2008 19:45 Ólafur F. Magnússon. Ólafur F. Magnússon hitti Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum Mannamál í kvöld þar sem hann vísaði á bug þeim óhróðri sem hann segir að borinn hafi verið á hann síðustu daga. Hann sagði meðal annars að grín Spaugstofunnar í gær hafi verið svívirðileg árás. Í þættinum spurði Sigmundur meðal annars hvort Dagur B. Eggertsson hafi tekið þátt í þeirri ófrægingarherferð sem Ólafur segir að sett hafi verið í gang gegn sér. „Ég set Dag ekki á sama stall með öðru samfylkingarfólki og öðrum sem hafa látið til sín taka í þessu máli. Hann hefur hvergi komið nálægt þeim málum og hann kom hvergi nálægt vottorðamálinu," sagði Ólafur og vísar í það þegar hann var beðinn um að skila inn vottorði áður en hann snéri aftur til starfa í borgarstjórn. Dagur sagði reyndar í Silfri Egils fyrr í dag að hann teldi vottorðið komið til vegna samtals Ólafs sjálfs við Gunnar Eydal skrifstofustjóra hjá skrifstofu borgarstjórnar. Sigmundur spurði Ólaf einnig út í þátt Spaugstofunnar sem sýndur var í gær en þar var mikið gert úr meintum veikindum Ólafs. Ólafur sagði það hafa komið sér á óvart að pólitík og hatur hafi ráðið ferðinni í þætti sem ætti að ganga út á húmor. Hann sagði frá því að hann kom sjálfur í stúdíóið þegar verið var að taka þáttinn upp og sagði hann að þeir hafi verið heldur vandræðalegir. „Þetta var ekki síður svívirðileg árás á mína fjölskyldu og börnin mín en mig og það fyrsta sem ég gerði var að hringja í son minn eftir að ég sá þáttinn," sagði Ólafur. Þegar Sigmundur spurði Ólaf hvort það væri skammarlegt að fjalla um geðsjúkdóma sagðist hann ekki vilja nota orðiið geðsjúkdómur um kvillan sem hrjáði hann. Hann hafi lent í ákveðnu andlegu mótlæti sem hann hefði leitað sér lækningar við. „Ég var niðurdreginn, ekki eins mikið og margir vilja halda og ég hef komið til baka." Þegar Ólafur var spurður hvort hann teldi að rógsherferðinni hafi verið stjórnað af samflokksmönnum hans vildi hann ekki tjá sig um það. „Ég ætla að skoða atburðarrás síðustu daga betur og ég ætla ekki að fullyrða neitt áður en ég get sannað það." Ólafur sagðist einnig telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi orðið fyrir öðrum eins árásum og hann hafi orðið fyrir síðustu daga. Það þyrfti að minnsta kosti að fara marga áratugi aftur í tímann til að finna annað eins. Í þættinum kom einnig fram hjá Ólafi að ýmisskonar þreifingar hafi verið á meðal fólks í borgarstjórn síðustu dagana áður en upp úr slitnaði. Hann sagði að grasrótin í flokki hans hafi vitað af þeim þreifingum en að ekki hafi verið um eiginlegar viðræður að ræða. Sigmundur vísaði í orð Dags sem hefur sagt að Ólafur hafi hlegið að því þegar hann var spurður hvort hann væri í viðræðum við Sjálfstæðismenn. „Ég minnist ekki þessa hláturs," sagði Ólafur. Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Ólaf F. í Mannamál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Ólafur F. Magnússon hitti Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum Mannamál í kvöld þar sem hann vísaði á bug þeim óhróðri sem hann segir að borinn hafi verið á hann síðustu daga. Hann sagði meðal annars að grín Spaugstofunnar í gær hafi verið svívirðileg árás. Í þættinum spurði Sigmundur meðal annars hvort Dagur B. Eggertsson hafi tekið þátt í þeirri ófrægingarherferð sem Ólafur segir að sett hafi verið í gang gegn sér. „Ég set Dag ekki á sama stall með öðru samfylkingarfólki og öðrum sem hafa látið til sín taka í þessu máli. Hann hefur hvergi komið nálægt þeim málum og hann kom hvergi nálægt vottorðamálinu," sagði Ólafur og vísar í það þegar hann var beðinn um að skila inn vottorði áður en hann snéri aftur til starfa í borgarstjórn. Dagur sagði reyndar í Silfri Egils fyrr í dag að hann teldi vottorðið komið til vegna samtals Ólafs sjálfs við Gunnar Eydal skrifstofustjóra hjá skrifstofu borgarstjórnar. Sigmundur spurði Ólaf einnig út í þátt Spaugstofunnar sem sýndur var í gær en þar var mikið gert úr meintum veikindum Ólafs. Ólafur sagði það hafa komið sér á óvart að pólitík og hatur hafi ráðið ferðinni í þætti sem ætti að ganga út á húmor. Hann sagði frá því að hann kom sjálfur í stúdíóið þegar verið var að taka þáttinn upp og sagði hann að þeir hafi verið heldur vandræðalegir. „Þetta var ekki síður svívirðileg árás á mína fjölskyldu og börnin mín en mig og það fyrsta sem ég gerði var að hringja í son minn eftir að ég sá þáttinn," sagði Ólafur. Þegar Sigmundur spurði Ólaf hvort það væri skammarlegt að fjalla um geðsjúkdóma sagðist hann ekki vilja nota orðiið geðsjúkdómur um kvillan sem hrjáði hann. Hann hafi lent í ákveðnu andlegu mótlæti sem hann hefði leitað sér lækningar við. „Ég var niðurdreginn, ekki eins mikið og margir vilja halda og ég hef komið til baka." Þegar Ólafur var spurður hvort hann teldi að rógsherferðinni hafi verið stjórnað af samflokksmönnum hans vildi hann ekki tjá sig um það. „Ég ætla að skoða atburðarrás síðustu daga betur og ég ætla ekki að fullyrða neitt áður en ég get sannað það." Ólafur sagðist einnig telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi orðið fyrir öðrum eins árásum og hann hafi orðið fyrir síðustu daga. Það þyrfti að minnsta kosti að fara marga áratugi aftur í tímann til að finna annað eins. Í þættinum kom einnig fram hjá Ólafi að ýmisskonar þreifingar hafi verið á meðal fólks í borgarstjórn síðustu dagana áður en upp úr slitnaði. Hann sagði að grasrótin í flokki hans hafi vitað af þeim þreifingum en að ekki hafi verið um eiginlegar viðræður að ræða. Sigmundur vísaði í orð Dags sem hefur sagt að Ólafur hafi hlegið að því þegar hann var spurður hvort hann væri í viðræðum við Sjálfstæðismenn. „Ég minnist ekki þessa hláturs," sagði Ólafur. Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Ólaf F. í Mannamál
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira