Innlent

Kennari á fyrsta ári í MR gaf frí vegna mótmæla

Breki Logason skrifar
Yngvi Pétursson rektor Menntaskólans í Reykjavík.
Yngvi Pétursson rektor Menntaskólans í Reykjavík.

„Það er rétt að einum kennara varð það á að gefa nemendum frí í tíma eftir beiðni frá nemendum," segir Yngvi Pétursson rektor Menntaskólans í Reykjavík en Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hélt þessu fram í Silfri Egils í gær.

„Svo frétti ég það frá mjög traustum heimildum að það hafi gerst í Menntaskólanum í Reykjavík, mínum gamla skóla og MH líka að krökkum á fyrsta ári, þeir hefðu fengið frí og verið hvattir til þess af kennurum að fara og mótmæla," sagði Kjartan í Silfrinu.

Rektorinn segir að gefið hafi verið frí í einum tíma hjá nemendum á fyrsta ári en kennarinn sem gaf fríið er nýbyrjaður að kenna. „Ég harma mjög þessa yfirsjón hjá kennaranum og þetta kemur ekki fyrir aftur, það verða hinsvegar engir eftirmálar af þessu," segir Yngvi sem þó gerir athugasemd við ummæli Kjartans.

„Ummælin má skilja þannig að kennarar í Menntaskólanum hafi verið að hvetja nemendur til þess að taka þátt í þessum andmælum, það er ekki rétt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×