Innlent

F-16 vélar lentu í Keflavík vegna bilunar

Viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar tvær bandarískar F-16 orrustuþotur lentu fyrir skömmu á Keflavíkurflugvelli eftir að vélarbilun varð vart í annari þeirra.

Vélarnar voru að koma frá herflugvelli í Plymouth í Bandaríkjunum og voru á leið til Evrópu þegar flugmenn urðu varir við bilun í um klukkutíma fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli.

Ekki er vitað hversu alvarlega bilunin er en verið er að meta það á þessari stundu.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×