Fleiri fréttir

Hellisheiði lokuð til morguns

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Hellisheiðin ófær og ekki verður reynt að opna hana þar til á morgun. Hinsvegar er opið um Þrengslin.

Hjálpsamir borgarar gleymdu bíllykli á Ásvallagötu

Tveir borgarar, að öllum líkindum feðgar, komu stúlku til hjálpar á Ásvallagötu um kl. 07.45 í morgun og aðstoðuðu hana við að komast leiðar sinnar í ófærðinni. Hún ók rauðum VW Golf en svo óheppilega vildi til að bíllykill mannanna varð eftir í bíl stúlkunnar. Um er að ræða fjarstýringu og lykil að Mazda-bifreið. Hinir hjálpsömu borgarar geta nú nálgast fjarstýringuna og lykilinn á lögreglustöðinni við Hverfisgötu en þangað kom stúlkan síðdegis. Hún telur að heiðursmennirnir, sem hún kallar svo, búi á Ásvallagötu eða þar nærri.

Týndir sleðahundar á Reykjanesbraut

Tveir svartir og hvítir Síberíhusky sleðahundar sluppu úr heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í dag. Eigandi hundanna leitar þeirra nú á Reykjanesbraut.

Íslendingar leggja 10 milljónir til hjálparstarfs í Kenía

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að leggja 7 milljónir kr. til hjálparstarfs Rauða krossins í Kenía. Neyðarástand hefur skapast í landinu í kjölfar forsetakosninga sem fram fóru þann 30. desember sl.

Nærri tvö af hverjum þremur kerjum hafa verið gangsett

Búið er að gangsetja nærri tvo þriðju af kerjum álvers Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að seint í gær hafi tvöhundraðasta kerið verið tekið í gagnið en alls eru þau 336 talsins.

Eldsupptök á Kaffi Krók enn óljós

Enn er allt á huldu um eldsupptök í einu sögufrægasta húsi Skagafjarðar sem hýsti Kaffi Krók og gjöreyðilagðist í bruna fyrir rúmri viku.

Hjúskaparvottorð Fischers á leið til landsins

Hjúskaparvottorð Bobbys Fischer og Miyoko Watai er á leið til landsins og er væntanlegt eftir fáeina dag. Árni Vilhjálmsson, lögmaður Watai, staðfesti þetta í símtali við Vísi í dag.

Borgarstjóri ekki búinn að ráða aðstoðarmann

Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra hefur ekki gefist tími til að ráða sér aðstoðarmann í ráðhúsið. Aðspurður hvort hann hyggðist gera það sagði Ólafur: „Ég get ekki tjáð mig um það á þessum tímapunkti."

Færð að batna á Suðurnesjum

Færð er að batna á Suðurnesjum og er búið að opna Reykjanesbraut og Grindarvíkurveg. Eins er fært frá Keflavík út í Garð og Sandgerði og verið að opna út í Hafnir.

Fimm handteknir í dóphraðsendingamáli

Lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum hafa undanfarna daga handtekið og yfirheyrt fimm manns í tengslum við smygl á 5,2 kílóum af amfetamíni og kókaíni með hraðsendingu frá Þýskalandi í nóvember á síðasta ári.

Steig á bensíngjöf en ekki bremsu og ók á mann

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og svipt hann ökurétti í fjóra mánuði fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot.

Guðni: Guðjón Ólafur tók Björn Inga nánast af lífi

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, fór yfir stöðu mála í flokknum á opnum fundi í Austrasalnum á Egilsstöðum í gærkvöld. Margt bar á góma en eðli málsins samkvæmt fór Guðni mörgum orðum um þær deilur sem verið hafa í kring um Björn Inga Hrafnsson undanfarið.

Hundeltur þjófur gripinn í Mjóddinni

Innbrotsþjófur fékk óblíðar móttökur þegar hann hugðist stela verðmætum úr húsi í Breiðholti. Fram kemur í frétt lögreglunnar að þegar hann hafi komið inn í húsið hafi mætt honum hundar sem tóku að gelta án afláts.

Bílum hleypt í hollum á Reykjanesbraut

Björgunarsveitarmenn á suðvesturlandi hafa staðið í ströngu við að aðstoða ökumenn á helstu leiðum til og frá Reykjavík í þeirri ófærð sem skapaðist í gærkvöld og nótt með mikilli ofankomu.

Sýknaður af því að gægjast á nakta stúlku

Eigandi sólbaðsstofu á Suðurlandi hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa gægst á fimmtán ára stúlku þar sem hún lá á nærbuxum einum klæða inni í ljósabekk í verslunarhúsnæði þess ákærða.

Kannabisræktun stöðvuð

Tveir karlar og ein kona voru handtekin í Reykjavík í gærkvöld en í bíl þeirra og í íbúð annars mannsins fannst talsvert af fíkniefnum sem talið er að sé marijúana. Í framhaldinu var farið í húsnæði á Suðurlandi en þar reyndist vera kannabisræktun og var lagt hald á bæði allmargar plöntur sem og tækjabúnað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar lögreglunnar á Selfossi við aðgerðina á Suðurlandi.

Reynt að ráða starfsmenn Arnarfells til Landsvirkjunar

Landsvirkjun hyggst taka yfir samninga verktakafyrirtækisins Arnarfells vegna framkvæmda við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar austan Snæfells. Arnarfell hefur verið í fjárhagsörðugleikum undanfarna mánuði og forsvarsmönnum fyrirtækisins tókst ekki að semja við lánadrottna sína á tilsettum tíma.

Þyngsti dómur fyrir eitt nauðgunarbrot á Íslandi

Fimm ára fangelsisdómur yfir Litháunum tveimur, sem sakfelldir voru fyrir hrottafengna nauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, er sá þyngsti sem fallið hefur fyrir eitt nauðgunarbrot í íslenskri dómaframkvæmd.

Aftur óvissa um málefni Gagnaveitunnar

Ekki liggur enn ljóst fyrir hvort nýjum meirihluta í borgarstjórn fylgi nýjar áherslu í málefnum Gagnaveitu Reykjavíkur. Fráfarandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, Bryndís Hlöðversdóttir, ákvað í desember síðastliðnum að falla frá ákvörðun sem tekin var í borgarstjóratíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar um að leita eftir tilboðum í hlutafé Gagnaveitunnar en Orkuveitan fer með allt hlutafé í fyrirtækinu.

Fagna jafnræði í lyfjakostnaði

Ólafur Adolfsson, lyfsali á Akranesi fagnar því að þak verði sett á lyfjakostnað allra sjúklinga líkt og nú gildir með afsláttarkort af læknisþjónustu. Hann segir að núverandi kerfi mismuni sjúklingum og sé „neysluhvetjandi“. Þannig sé í sumum tilfellum ódýrara að fá mikið magn af lyfjum. Þá fái sjúklingar of mikið af lyfinu á meðan verið er að prófa hvort það hentar þeim eða ekki.

Fimm ára fangelsi fyrir hrottafengin kynferðisbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo Litháa, Arunas Bartkus og Rolandas Jancevicius, í fimm ára fangelsi fyrir að hafa í sameiningu með ofbeldi reynt að nauðga konu og neytt hana til að hafa við þá munnmök, en árásin átti sér stað í miðborg Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum.

Botninn dottinn úr loðnuveiðunum

Engin loðna hefur fundist norðaustur af landinu um nokkurt skeið og er botninn alveg dottinn úr veiðunum eftir nokkurra daga veiði srax upp úr áramótum.

Þrír þjófar teknir á Akureyri

Lögreglan á Akureyri handtók þrjá menn í gær, grunaða um innbort í nokkra bíla að undanförnu, einnig í leikskóla og fleiri hús.

Alvöru þreifingar milli Sjálfstæðismanna og Vg

„Þeir hafa staðfest við mig að það voru alvöru þreifingar við Vinstri græna síðan þessi fráfarandi meirihluti var myndaður,“ sagði Ólafur F Magnússon í viðtali við Kastljósið fyrr í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir