Innlent

Rætt um þorsk á Hótel Loftleiðum

Ráðstefna stendur yfir á vegum Hafrannsóknarstofnunar um þorsk á Íslandsmiðum á Hótel loftleiðum í dag. Markmiðið með ráðstefnunni er að varpa skýrara ljósi á þorskrannsóknir við Íslandsmið og verður þar fjöldi erlendra sérfræðinga sem kynnir niðurstöður rannsókna sinna við Íslandsmið.

Í lok ráðstefnunnar tekur Keith Brander þorsksérfræðingur frá dönsku hafrannsóknarstofnuninni saman niðurstöður og veltir fyrir sér framtíð þorskrannsókna á Íslandi. Ráðstefnan stendur til fjögur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×