Innlent

Framsókn í Reykjavík er óstarfhæfur flokkur

Framsóknarflokkurinn í Reykavík er óstarfhæfur og af þeim sökum hætti Björn Ingi í borgarpólitíkinni. Þetta sagði Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarmanna á opnum fundi flokksins í Reykjavík í dag.

Á fundinum fór Óskar yfir atburðarrás síðustu daga og þá stöðu sem flokkurinn er nú komin í eftir að Björn Ingi Hrafnsson ákvað að yfirgefa hann. Hann sagði Björn Inga ekki vera að hætta sem borgarfulltrúi sökum stefnuleysis eða málefnaskorts heldur vegna þess að flokkurinn væri einfaldlega óstarfhæfur vegna átaka.

Óskar sagði að þessu þyrfti að breyta og að endurvekja þyrfti gleði innan flokksins.

Ungir framsóknarmenn í Reykjavík sendu frá sér ályktun um brotthvarf Björns Inga þar sem segir að með ólíkindum sé að einstaklingar eins og Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrverandi alþinginsmaður geti lagst svo lágt að skemma vísvitandi fyrir flokknum. Þessu er Óskar sammála en segir ekki gott fyrir flokkinn að fólk innan flokksins setjist saman og álykti út í samfélagið.

Í lok ræðu sinnar færði Óskar fráfarandi borgarfulltrúa blómvönd og þakkaði honum samstarfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×