Ingibjörg Sólrún undirritar fríverslunarsamning við Kanada 26. janúar 2008 11:19 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Í dag undirritaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli EFTA ríkjanna og Kanada. Undirritunin fór fram í Davos í Sviss. Samningurinn mun öðlast gildi og koma til framkvæmda þegar hann hefur verið fullgiltur af EFTA ríkjunum og Kanada. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að ráðherra hefur hvatt til þess að fullgildingarferlinu ljúki sem fyrst. „Fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kanada nær til vöruviðskipta og samkvæmt honum verður full fríverslun með íslenskar iðnaðarvörur frá gildistöku. Í samningnum eru ákvæði um að taka upp viðræður um þjónustuviðskipti innan þriggja ára." Þá segir einnig að samhliða fríverslunarsamningnum hafi EFTA-ríkin tvíhliða landbúnaðarsamninga við Kanada, „sem eru sams konar og aðrir samningar sem gerðir hafa verið í tengslum við fyrri fríverslunarsamninga. Samningurinn er hagstæður fyrir Ísland.Hann hefur í för með sér niðurfellingu tolla á öllum iðnaðarvörum og ýmsum öðrum vörum sem Ísland framleiðir og flytur út." Sem dæmi má nefna sjávar- og landbúnaðarafurðir, útivistarfatnað, fiskikör og aðrar vörur úr plasti, vogir, vélar og tæki. „Í staðinn veitir Ísland Kanada tollfrjálsan aðgang fyrir iðnaðarvörur og ákveðnar landbúnaðarvörur. Samningurinn mun liðka fyrir enn frekari útrás íslenskra fyrirtækja á Kanadamarkað. Í því sambandi má geta að á síðasta ári var áritaður loftferðasamningur milli ríkjanna, sem öðlaðist gildi frá sama tíma." „Samningurinn veitir íslenskum flugrekendum mjög víðtæk réttindi til áætlunarflugs með farþega, farangur, farm og póst til Kanada, millilendingar og áfangastaða utan Kanada. Ennfremur undirritaði utanríkisráðherra í dag fyrir Íslands hönd yfirlýsingu milli EFTA ríkjanna og Indlands um að hefja fríverslunarviðræður milli ríkjanna. Á síðasta ári luku EFTA ríkin og Indland könnunarviðræðum þar sem niðurstaðan var sú að mælt var með því að hefja fríverslunarviðræður milli ríkjanna sem nái bæði til viðskipta með vörur og þjónustu," segir að lokum. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Í dag undirritaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli EFTA ríkjanna og Kanada. Undirritunin fór fram í Davos í Sviss. Samningurinn mun öðlast gildi og koma til framkvæmda þegar hann hefur verið fullgiltur af EFTA ríkjunum og Kanada. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að ráðherra hefur hvatt til þess að fullgildingarferlinu ljúki sem fyrst. „Fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kanada nær til vöruviðskipta og samkvæmt honum verður full fríverslun með íslenskar iðnaðarvörur frá gildistöku. Í samningnum eru ákvæði um að taka upp viðræður um þjónustuviðskipti innan þriggja ára." Þá segir einnig að samhliða fríverslunarsamningnum hafi EFTA-ríkin tvíhliða landbúnaðarsamninga við Kanada, „sem eru sams konar og aðrir samningar sem gerðir hafa verið í tengslum við fyrri fríverslunarsamninga. Samningurinn er hagstæður fyrir Ísland.Hann hefur í för með sér niðurfellingu tolla á öllum iðnaðarvörum og ýmsum öðrum vörum sem Ísland framleiðir og flytur út." Sem dæmi má nefna sjávar- og landbúnaðarafurðir, útivistarfatnað, fiskikör og aðrar vörur úr plasti, vogir, vélar og tæki. „Í staðinn veitir Ísland Kanada tollfrjálsan aðgang fyrir iðnaðarvörur og ákveðnar landbúnaðarvörur. Samningurinn mun liðka fyrir enn frekari útrás íslenskra fyrirtækja á Kanadamarkað. Í því sambandi má geta að á síðasta ári var áritaður loftferðasamningur milli ríkjanna, sem öðlaðist gildi frá sama tíma." „Samningurinn veitir íslenskum flugrekendum mjög víðtæk réttindi til áætlunarflugs með farþega, farangur, farm og póst til Kanada, millilendingar og áfangastaða utan Kanada. Ennfremur undirritaði utanríkisráðherra í dag fyrir Íslands hönd yfirlýsingu milli EFTA ríkjanna og Indlands um að hefja fríverslunarviðræður milli ríkjanna. Á síðasta ári luku EFTA ríkin og Indland könnunarviðræðum þar sem niðurstaðan var sú að mælt var með því að hefja fríverslunarviðræður milli ríkjanna sem nái bæði til viðskipta með vörur og þjónustu," segir að lokum.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira