Innlent

Lausamunir fjúka á Akureyri í hvassvirði

Talsvert hvessti á Akureyri undir morgun og bárust lögreglu nokkrar tilkynningar um fok. Í öllum tilvikum voru lausamunir að fjúka og hlaust lítið sem ekkert tjón af. Búist er við að veðrið gangi hratt yfir.

Hellisheiði var lokað í gærkvöldi eftir að margir ökumenn lentu þar í vandræðum vegna slæms skyggnis, mikillar hálku og hvassviðris. Nokkrir bílar fóru út af en engan sakaði.

Vegagerðarmenn eru nú á heiðinni og er hún væntanelga orðin fær á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×