Innlent

Rafræn sjúkraskráning er í molum

Öryggi sjúklinga á heilbrigðisstofnunum landsins er í hættu að mati læknaráðs Landspítalans. Ástæðan er sú að rafræn sjúkraskráning er í molum.

Læknaráðið hefur ítrekað sent frá sér yfirlýsingar þar sem bent er á hve staðan á rafrænum sjúkraskrám heilbrigðisstofnana er léleg. Kerfið sem heilbrigðisstarfsfólk vinnur í er að mati ráðsins aðeins skjalavinnslu- og ritvinnslukerfi og í því er ekki að finna klíniskar leiðbeiningar eða gátlista svo eitthvað sé nefnt. Þá er upplýsingatækni ekki notuð til að gefa út viðvaranir við rangri notkun lyfja eða annað sem gagnast getur læknum.

Viðar segir læknaráðið óhresst með að persónuverndarákvæði stjórnarskrárinnar skuli vega þyrngra en ástand sjúklinga en vegna þeirra sjá læknar ekki nema hluta af sjúkrasögu sjúklinga.

Þessu vill læknaráðið breyta og hverfa frá núverandi kerfi. Þeir segja það stórmál fyrir alla þjóðina að vel sé að verki staðið við skráninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×