Innlent

Álit mannréttindanefndar SÞ ber að taka alvarlega

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að taka beri álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna vegna fiskveiðistjórnunarkerfisins alvarlega. Í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um að kvótakerfið verði endurmetið og sú vinna þurfi að fara sem fyrst á stað.

„Ég hef sagt það alveg skýrt að égt telji að við eigum að taka þetta álit alvarlega og það er líka gert ráð fyrir því inni í stjórnarsáttmálanum að það fari fram ákveðið endurmat á kvótakerfinu og áhrif þess meðal annars á byggðir landsins. Og sú vinna þarf bara að fara fram," segir Ingibjörg Sólrún.

Hún segir enn fremur að það þurfi að fara sem fyrst af stað vinna í þessu sambandi og hún geri ráð fyrir að vinna sé hafin að því í sjávarútvegsráðuneytinu.

Aðspurð hvort von sér á róttækum breytingum segir utanríkisráðherra að hún geti ekkert um það sagt á þessu stigi. „Við ætlum að fara í þessa skoðun, með tilliti til þess meðal annars hvernig kvótaframsalið kemur fram, en við verðum bara að sjá hver niðurstaðan verður að því loknu," segir Ingibjörg Sólrún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×