Innlent

Háþróuð kannabisrækt á Akranesi

Eins og sjá má er um allmikið magn að ræða.
Eins og sjá má er um allmikið magn að ræða. MYND/Lögreglan á Akranesi

Lögreglan á Akranesi lagði í gær hald á 18 kannabisplöntur sem voru á lokastigi framleiðslu í húsi í bænum. Þar fundust einnig tæki og tólum til fíkniefnaneyslu.

Eftir því sem segir í tilkynningu frá lögreglunni á Akranesi voru plönturnar geymdar í sérútbúnu herbergi til ræktunar og framleiðslu kannabisefna. Á öðrum stað í húsinu var búið að innrétta þurrkgeymslu fyrir væntanlegar afurðir.

Tveir menn voru handteknir vegna málsins og lauk yfirheyrslum yfir þeim í gær. Að sögn lögreglu telst málið upplýst. Henni þykir jafnframt ljóst að ef að ekki hefði verið gripið inn í framleiðsluna hefði það verið einungis tímaspursmál hvenær að fíkniefnin færu í dreifingu á götum bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×