Innlent

Segir málið klúðurslegt

Formaður Húsafriðunarnefndar segir mál húsanna að Laugavegi 4 og 6,sem í dag fengu skyndifriðun, vera klúðurslegt. Hefði Reykjavíkurborg gripið fyrr í taumana hefði það farið á allt annan veg.

Húsafriðunarnefnd lagði til við menntamálaráðherra síðastliðinn þriðjudag að húsin á Laugavegi fjögur og sex yrðu friðuð. Eigendur húsanna fengu þá tveggja vikna athugasemdafrest en niðurrif var þá þegar hafið. Frestur borgarinnar til að fjarlægja húsin rennur út næsta föstudag.

Húsafriðunarnefnd hittist á fundi í morgun og ákvað að stöðva niðurrifið með skyndifriðun. Framkvæmdum á reitnum var hætt og nú er beðið eftir ákvörðun menntamálaráðherra sem hefur tvær vikur til að ákveða hvort húsin verða friðuð eða ekki. Formaður Húsafriðunarnefndar segir að ekki hafi verið beitt skyndifriðun frá upphafi því nefndin hafi viljað gefa borginni tækifæri til að endurskoða fyrirhugaðar nýbyggingar á reitnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×