Innlent

Sjúklingar fái upplýsingar um kostnað fyrir aðgerðir

MYND/Anton Brink

Heilbrigðisráðuneytið sent bréf til allra heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa í landinu þar sem tekið er fram að upplýsa skuli sjúklinga fyrir fram um kostnað við læknisaðgerðir.

Þá ber stofnunum að afhenda sjúklingi reikning með upplýsingum um gjaldtökuna. Fram kemur í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins að um sé að ræða svokölluð ferliverk sem sérfræðilæknar á göngudeildum sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana vinna. Kvartað hefur verið til ráðuneytisins að þetta hafi ekki verið gert í öllum tilvikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×