Innlent

Þing saman á ný eftir jólafrí

Alþingi kemur saman á ný í dag eftir mánaðarlangt jólafrí. Þingfundur hefst klukkan hálftvö og er fyrsta mál á dagskrá óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra.

Aðeins fimm ráðherrar af tólf verða viðstaddir sem þingmenn geta beint spurningum til en það eru forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra. Sú breyting hefur orðið á þingsköpum Alþingis að búið er að setja hámark á ræðutíma þingmanna þannig að málþóf ætti að vera úr sögunni.

Þá er einnig á dagskrá önnur umræða um jafnréttislög félagsmálaráðherra og auk þess fyrsta umræða um tvö frumvörp frá þingmönnum Vinstri - grænna. Annað þeirra snýr að breytingum á fæðingarorlofslögum og hitt um rétt verkafólks til skriflegrar, rökstuddrar og málefnalegarar uppsagnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×