Fleiri fréttir

Combat 18 með íslenska vefsíðu

Nýnasistasamtökin Combat 18 virðast hafa skotið rótum hér á landi. Á síðunni www.iceland.bloodandhonour.net má sjá yfirlýsingu þess efnis að samtökin hafi tekið til starfa hér á landi. Fyrir nokkru síðan greindi Vísir frá því að umsjónarmaður rasistasíðunnar www.skapari.com boðaði komu samtakanna.

Mjölnir er fundinn

Hundurinn Mjölnir er kominn í leitirnar. Hann fannst eftir að auglýst var eftir honum hér á Vísi. Mjölnir er sjö mánaða gamall labradorhvolpur. Honum var stolið fyrir utan Fjölbrautaskólann í Breiðholti á fimmtudag og leitaði hópur manna að honum.

Verkefni sem þarf að leysa

Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins koma til fundar ásamt Samtökum atvinnulífsins klukkan eitt í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara.

Sektuð fyrir að slá til strætóbílstjóra

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu til að greiða 30 þúsund króna sekt fyrir að ráðast á strætisvagnastjóra og slá hann í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli við nefið og mar á kinn og kinnbeini.

Skólahaldi aflýst í Grindavík vegna veðurs

Mikil ófærð er í Grindavík þessa stundina og hefur skólahaldi verið frestað fram að hádegi vegna veðurs. Björgunarsveitamenn í Björgunarsveitinni Þorbirni hafa verið að störfum frá því klukkan fimm í morgun við að aðstoða ökumenn við að komast leiðar sinnar.

Verðbólga óbreytt milli mánaða

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,28 stig frá fyrra mánuði og og mælist verðbólga hér á landi nú 5,9 prósent samkvæmt Hagstofu Íslands.

Björk réðst á ljósmyndara á Nýja Sjálandi

Flestir fjölmiðlar í Nýja Sjálandi greina frá því að söngkonan Björk Guðmundsdóttir hafi ráðist á ljósmyndara við komuna til Auckland en þar á hún að koma fram á tónlistarhátíð. Árásin átti sér stað á flugvellinum í Auckland og mun Björk hafa rifið stuttermabol ljósmyndarans í tvennt.

Komust undan á hlaupum frá skemmdarverki

Brotist var inn í verslanamiðstöina Grímsbæ í nótt og málningu sprautað úr úðabrúsum á nokkra veggi. Þar sást til tveggja dökkklæddra ungmenna, sem komust undan á hlaupum.

Mörg þekkt nöfn vilja frekari sjálfstæði dómstóla

Vísir sagði frá því í dag að hafin væri undirskriftarsöfnun áhugafólks um sjálfstæði dómstóla. Nú í kvöld eru komnar 517 undirskriftir og eru þar nokkrir þjóðþekktir einstaklingar sem hafa ritað nafn sitt.

Undrar sig á ummælum Svandísar Svavars

„Einkennilegt er að heyra Svandísi Svavarsdóttur, formann skipulagsráðs borgarinnar, átelja vegagerðina fyrir niðurstöðu hennar vegna Sundabrautar,“ skrifar Björn Bjarnason í pistli á heimasíðu sinni í dag. Þar undrar hann sig á ummælum oddvita Vinstri grænna í borgarstjórn.

Ölvaður á Reykjanesbraut um hábjartan dag

Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur á suðurnesjum í dag. Annar þeirra mældist á 115 km/klst á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraðinn er 50 km/klst.

Frjálslyndar konur senda ríkisstjórninni tóninn

Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að flokkarnir sjái til þess að vinna hefjist nú þegar við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins, í ljósi niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í málaleitan.

Skaparinn snýr aftur

„Ýmislegt hefur gengið á undarfarnar vikurnar í kynþáttamálum á Íslandi. Löggimann heimsótti einn af betri hugsandi mönnum landsins og ruddist þar inn með leitarheimild,“ segir á vefsíðunni skapari.com.

Tony Blair vill verða forseti

Fyrrum forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, vill verða fyrsti forseti Evrópusambandsins. Blair hóf kosningabaráttu sína á kosningafundi hjá Sarkozy í Frakklandi í gær.

Færri slasa sig á heitu vatni

Jens Kjartansson, yfirlæknir á lýtalækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss telur að átaksverkefnið Stillum hitann hóflega hafi nú þegar borið árangur með fækkun brunaslysa af völdum heits vatns.

Íslendingar drekka minnst vestrænna þjóða

Íslendingar drekka minnst vestrænna þjóða, samkvæmt rannsókn sem Fréttablaðið greinir frá í dag. Jafnvel þótt drykkja Íslendinga hafi aukist um 110% á árunum 1980 til 2005, eða úr þremur lítrum í 6,4 lítra á mann á ári, þá drekki Íslendingar samt minna áfengi en íbúar annarra vestrænna ríkja.

Áskorun frá áhugafólki um sjálfstæði dómstóla

„Vafi ríkir um sjálfstæði íslenskra dómstóla í kjölfar skipan dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands,“ segir í yfirlýsingu frá áhugafólki um sjálfstæði dómstóla.

Meintur berklasmitberi útskrifaður af sjúkrahúsi

Maðurinn sem grunaður var um berklasmit í hádeginu í dag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Grunurinn átti ekki við rök að styðjast og var hann því sendur heim að skoðun lokinni.

Árás á lögreglumenn samsæri fíkniefnabaróna?

Björn Bjarnason spyr á heimasíðu sinni hvort fíkniefnabarónum hafi vaxið viðurkenning fíkniefnadeildarinnar í augum og þess vegna gert erlenda málaliða sína út af örkinn gegn lögreglumönnunum.

Svona skipun mun alltaf vekja upp efasemdaraddir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag um skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara, að afgerandi frávik frá niðurstöðu lögmæltrar matsnefndar muni alltaf vekja upp efasemdarraddir um að faglegar forsendur ráði.

Ekki grunur um berklasmit í Kópavogi

Rétt fyrir hádegi í dag kom til átaka í heimahúsi í Hjallahverfi í Kópavogi. Lenti þar tveimur mönnum saman og hlaut annar skurð á enni.

Saksóknaranum misbýður aðdáun á Aroni Pálma

Mike Trent, saksóknari í máli Arons Pálma Ágústssonar, misbýður sú aðdáun sem honum hefur fundist Aron hafa hlotið hér á landi. Í bréfi sem hann sendi ritstjórn Vísis í kjölfar frétta okkar af málinu segir hann það vanvirðingu við fórnarlömb Arons að á hann sé litið sem nokkurskonar hetju á Íslandi.

Össur stendur með aflimuðum íþróttamanni

Össur hf. gerir alvarlegar athugasemdir við þær prófanir sem Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) hefur látið gera á gervifótum spretthlauparans Oscars Pistorius.

Fjórir handteknir vegna árásar í Keflavík

Rétt fyrir klukkan fimm í morgun brutust út slagsmál fyrir utan skemmtistaðinn Yello í Keflavík. Þegar lögregla mætti á staðinn lá einn óvígur í götunni og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofunun Suðurnesja til skoðunar hjá lækni.

Óttast ekki þótt Aron Pálmi lögsæki

Mike Trent, saksóknari í máli Arons Pálma Ágústssonar, segist ekki óttast þótt Aron Pálmi ákveði að stefna honum. Hann segist hafa fulla heimild til að birta gögn í máli Arons Pálma.

Ráðherra hunsi vilja Húsafriðunarnefndar

Samband ungra sjálfstæðismanna vill að menntamálaráðherra hafni ósk Húsafriðunarnefndar um friðun húsanna á Laugavegi 4-6. Þetta kemur fram í áskorun sem SUS sendi ráðherra í dag.

Kvaldist klukkustundum saman án hjálpar Gæslunnar

Slasaður sjómaður á Austfjarðamiðum kvaldist klukkustundum saman eftir að Gæslan hafnaði beiðni um þyrluútkall. Hneyksli, að þyrlurnar standi ónotaðar og séu allar á höfuðborgarsvæðinu, segir læknir.

Höfðu í hótunum við fjórða félagið

Þrjú greiðslukortafyrirtæki, sem hafa játað á sig ólöglegt samráð og margvísleg önnur brot á samkeppnislögum og greitt 735 milljónir í sektir, höfðu í hótunum við fjórða félagið, þegar það kom inn á markaðinn fyrir nokkrum árum.

Ný stóriðja er óráð

Umhverfisráðherra segir óráð að ráðast í nýja stóriðju hérlendis, hvort sem það er á Húsavík eða í Helguvík, fyrr en rammaáætlun um virkjanakosti liggur fyrir.

Víkur sér enn undan því að svara

Formaður Samfylkingarinnar víkur sér enn undan því að segja álit sitt á skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir hins vegar óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru.

Sjá næstu 50 fréttir