Innlent

Hundruð fylgja íslenska landsliðinu til Noregs

Ólafur Stefánsson og félagar hans í íslenska landsliðinu fá væntanlega góðan stuðning í Þrándheimi.
Ólafur Stefánsson og félagar hans í íslenska landsliðinu fá væntanlega góðan stuðning í Þrándheimi.

Útlit er fyrir að hundruð Íslendinga muni fylgja íslenska landsliðinu í handknattleik á Evrópumótið í Noregi sem hefst á fimmtudag. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Icelandair að flugfélagið fljúgi sérstaklega til Þrándheims þar sem íslenska landsliðið leikur í riðlakeppninni.

Viðtökur hafa verið framar vonum að sögn Icelandair því uppselt er í fyrsta flugið fimmtudaginn 17. janúar og síðan annað flug 21. janúar. Hefur Icelandair gripið til þess að nýta stærstu flugvél félagsins, hina 222 sæta Boeing 757-300, til flugsins. Segir félagið þó enn hægt að nálgast flugmiða á mótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×