Innlent

Minjasafn Reykjavíkur í úrslit Evrópsku safnaverðlaunanna

Skólakrakkar hafa verið duglegir að heimsækja Landnámssýninguna í Aðalstræti.
Skólakrakkar hafa verið duglegir að heimsækja Landnámssýninguna í Aðalstræti.

Minjasafn Reykjavíkur er komið í úrslit samkeppni um Evrópsku safnaverðlaunin árið 2008.

Safnaráð tilnefndi Minjasafnið til verðlaunanna í fyrra fyrir glæsilega viðbót við safnið, það er Landnámssýninguna Reykjavík 871±2 í Aðalstræti. Fram kemur í tilkynningu frá Minjasafninu að í ágúst hafi komið hingað tveir fulltúar frá Evrópuráði safna og kynnt sér Landnámssýninguna og aðra starfsemi Minjasafns Reykjavíkur.

Í framhaldi af því var safnið valið á lista safna sem keppa munu til úrslita um safnaverðlaunin. Endanleg úrslit verða kynnt á fundi Evrópuráðs safna í Dyflinni í maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×