Vilja halda öryrkjablokkum í Hátúni 15. janúar 2008 05:00 „Næsta ómögulegt er að vinna að endurhæfingu fólks sem býr í íbúðum Öryrkjabandalags Íslands í Hátúni 10," segir Svavar Knútur Kristinsson, frístunda- og félagsauðsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, en hann er einn þriggja skýrsluhöfunda sem unnu álitsgerð um aðstæður þeirra 300 manns sem búa í húsnæði Öryrkjabandalagsins að Hátúni 10 og skilað var 2007. Álitsgerðin var stimpluð trúnaðarmál en hún var gerð að beiðni Sigursteins Mássonar, fyrrverandi formanns Öryrkjabandalags Íslands, og notaði hann hana meðal annars til að rökstyðja nauðsyn fyrir svokallaðri blöndun í Hátúni. Þeim hugmyndum hafði hann unnið að ásamt Helga Hjörvar, fyrrverandi formanni hússjóðs Öryrkjabandlagsins, og gengu þær út á að ófatlað fólk gæti flutt í Hátún 10 og unnið yrði að því að finna öryrkjum íbúðir í venjulegum íbúðarhverfum. Áreiðanlegar heimildir Fréttablaðsins herma að Garðar Sverrisson, núverandi formaður hússjóðsins, ætli ekki að vinna út frá þeim hugmyndum. „Ég vil fá tækifæri til að ræða þetta mál við mitt fólk áður en ég tjái mig um það á opinberum vettvangi," sagði Garðar um málið. Í skýrslunni kemur meðal annars eftirfarandi fram: „Í húsinu er mikið af veiku og óvinnufæru fólki, sem hefur lítið við að vera og fer lítið út fyrir húsið. Þetta leiðir til nokkurs konar iðjuleysisástands, þar sem gróusögur, illt umtal og virðingarskortur þrífast. Þá er einnig um það að ræða að gangarnir eru íverustaðir fólks. Ungt fólk sem kemur í húsið mætir þannig afar óheilbrigðu umhverfi og er það síst hvetjandi. Meðlimir hópsins hafa horft upp á ungt fólk detta inn í hina óheilbrigðu samfélagsgerð og hrörna mjög andlega og félagslega." Niðurstaða skýrsluhöfunda er að hagsmunum fatlaðra og veikra einstaklinga væri mun betur þjónað í smærri íbúðakjörnum og þjónustueiningum í samblöndun við samfélagið. Íris Eik Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og einn skýrsluhöfunda, segir miður að ekki eigi að snúa frá núverandi formi. „Mér finnst það stangast á við nútímahugmyndir sem tíðkast hafa lengi í nágrannalöndunum," segir hún. „Þetta hús er ekki barn síns tíma heldur afi síns tíma og ætti að vera búið að brjóta upp þessa íbúðarbyggð fyrir löngu," segir Svavar Knútur en bendir á að skoðun hans sé ekki áfellisdómur yfir fólkinu sem þar býr heldur þeim aðstæðum sem það býr við. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
„Næsta ómögulegt er að vinna að endurhæfingu fólks sem býr í íbúðum Öryrkjabandalags Íslands í Hátúni 10," segir Svavar Knútur Kristinsson, frístunda- og félagsauðsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, en hann er einn þriggja skýrsluhöfunda sem unnu álitsgerð um aðstæður þeirra 300 manns sem búa í húsnæði Öryrkjabandalagsins að Hátúni 10 og skilað var 2007. Álitsgerðin var stimpluð trúnaðarmál en hún var gerð að beiðni Sigursteins Mássonar, fyrrverandi formanns Öryrkjabandalags Íslands, og notaði hann hana meðal annars til að rökstyðja nauðsyn fyrir svokallaðri blöndun í Hátúni. Þeim hugmyndum hafði hann unnið að ásamt Helga Hjörvar, fyrrverandi formanni hússjóðs Öryrkjabandlagsins, og gengu þær út á að ófatlað fólk gæti flutt í Hátún 10 og unnið yrði að því að finna öryrkjum íbúðir í venjulegum íbúðarhverfum. Áreiðanlegar heimildir Fréttablaðsins herma að Garðar Sverrisson, núverandi formaður hússjóðsins, ætli ekki að vinna út frá þeim hugmyndum. „Ég vil fá tækifæri til að ræða þetta mál við mitt fólk áður en ég tjái mig um það á opinberum vettvangi," sagði Garðar um málið. Í skýrslunni kemur meðal annars eftirfarandi fram: „Í húsinu er mikið af veiku og óvinnufæru fólki, sem hefur lítið við að vera og fer lítið út fyrir húsið. Þetta leiðir til nokkurs konar iðjuleysisástands, þar sem gróusögur, illt umtal og virðingarskortur þrífast. Þá er einnig um það að ræða að gangarnir eru íverustaðir fólks. Ungt fólk sem kemur í húsið mætir þannig afar óheilbrigðu umhverfi og er það síst hvetjandi. Meðlimir hópsins hafa horft upp á ungt fólk detta inn í hina óheilbrigðu samfélagsgerð og hrörna mjög andlega og félagslega." Niðurstaða skýrsluhöfunda er að hagsmunum fatlaðra og veikra einstaklinga væri mun betur þjónað í smærri íbúðakjörnum og þjónustueiningum í samblöndun við samfélagið. Íris Eik Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og einn skýrsluhöfunda, segir miður að ekki eigi að snúa frá núverandi formi. „Mér finnst það stangast á við nútímahugmyndir sem tíðkast hafa lengi í nágrannalöndunum," segir hún. „Þetta hús er ekki barn síns tíma heldur afi síns tíma og ætti að vera búið að brjóta upp þessa íbúðarbyggð fyrir löngu," segir Svavar Knútur en bendir á að skoðun hans sé ekki áfellisdómur yfir fólkinu sem þar býr heldur þeim aðstæðum sem það býr við.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira