Innlent

Varar við falli krónu og harðri lendingu

Sérfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Merrill Lynch & Co. telur að fjárfestar kunni að selja íslenskar krónur og að hætta sé á harðri lendingu í hagkerfinu.

„Ég myndi fara afar varlega í að halda í íslenskar krónur," sagði Emma Lawsson, sérfræðingur Merrill Lynch, í viðtali við fréttastofuna Bloomberg. Lawson segir grundvallarvandamál vera í íslensku efnahagslífi um þessar

mundir. Krónan sé enn of hátt skrifuð miðað við viðskiptahallann.

Geir Haarde forsætisráðherra segir nýjustu spár sérfræðinga fjármálaráðuneytisins benda til þess að viðskiptahallinn lækki hratt á næstunni. „Útlitið er ekkert slæmt," segir Geir.

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir erlenda ráðgjafa hafa varað íslensk stjórnvöld við að sú óhagstæða hagstjórn sem hér hafi verið til langs tíma geti leitt til þess að tiltrú alþjóðafjármálamarkaðar á

íslensku myntinni þverri. „Ég veit ekki hvort þetta er upphafið að því," segir Gylfi.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir krónuna hafa verið of hátt metna. „Gengið hefur ráðist miklu meira af stöðu fjármálamarkaðarins heldur en nokkurn tíma stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina,"segir Vilhjálmur. Hann kveðst hafa trú á minnkandi

eftirspurn eftir lánum banka hér á landi, vegna hárra vaxta, og það vegi upp á móti áhrifum vegna hugsanlegra breytinga er varða fjárfestingar í svokölluðum jöklabréfum.

- gar/mh / sjá síðu 4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×