Innlent

Kosningaþátttaka kvenna meiri en karla í þingkosningunum

MYND/GVA

Kosningaþáttaka kvenna í alþingiskosningunum síðastliðið vor var meiri meðal kvenna en karla samkvæmt Hagtíðindum sem Hagstofa Íslands hefur gefið út um kosningarnar.

83,9 prósent kosningabærra kvenna tók þátt í kosningunum en 83,3 prósent karla. Alls voru rúmlega 221 þúsund manns á kjörskrá, eða rúmt 71 prósent landsmanna, og reyndist kjörsókn 83,6 prósent.

Tölur Hagstofunnar sýna enn fremur að 756 frambjóðendur voru í kosningunum, 399 karlar og 357 konur. Í þremur efstu sætum framboðslistanna var hlutfall kvenna lægra, eða tæp 44 prósent, og enn lægra meðal kjörinna þingmanna eða tæp 32 prósent. Kjörnar voru 20 konur og 43 karlar. Fjölgaði um eina konu á þingi frá kosningunum 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×