Innlent

Snjókoma veldur vandræðum í Eyjum

Snjó kyngdi niður í Vestmannaeyjum í nótt, sem er fremur fátítt þar. Árrisulir eyjamenn lentu í vandræðum á bílum sínum og var björgunarsveit kölluð út til að aðstoða fólk á ferð.

Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu líka fólk á Suðurnesjum, einkum í Grindavík, fram yfir miðnætti. Töluvert snjóaði á Selfossi og þar í grennd í nótt og er þæfingur á götum og vegum og snjóruðningsmenn hafa verið að störfum á höfuðborgarsvæðinu síðan í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×