Fleiri fréttir Surtseyjarsýning í Þjóðmenningarhúsinu Í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá lokum Surtseyjargossins stendur nú yfir sýning í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu sem ber heitið: Surtsey - jörð úr ægi. Þar er myndunar- og þróunarsaga Surtseyjar rakin frá myndun hennar og fram til dagsins í dag. 5.6.2007 16:30 Sýknaðir af ákæru um hópnauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fjóra unglingspilta af ákæru um að hafa nauðgað 14 ára stúlku í nóvember 2005. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa þröngvað stúlkunni til samræðis við sig, sumpart með ofbeldi og sumpart með því að notfæra sér ölvunar- og vímuefnaástand stúlkunnar. 5.6.2007 16:05 Ók niður gönguljósastaur Óhapp varð við gönguljósin á Miklubraut til móts við Skaftahlíð um hálf fjögur þegar bíll ók á gönguljósastaur. Ökumaðurinn virðist hafa sloppið ómeiddur en umferðarljósin á mótum Hringbrautar og Lönguhlíðar biluðu í kjölfarið. Töluverðar tafir hafa myndast á Miklubraut vegna þessa. Lögregla segir hugsanlegt að ökumaður hafi verið ölvaður. 5.6.2007 15:36 Viðbeinsbrotnaði í umferðaróhappi á Akureyri Tíu ára stúlka viðbeinsbrotnaði á Akureyri í klukkan eitt í dag þegar hún hjólaði inn í hlið bíls sem var á ferð. Stúlkan var með hjálm og er hann talinn hafa komið í veg fyrir að ekki fór verr. 5.6.2007 15:04 Ráðherra kynni áform stóriðjufyrirtækja fyrir almenningi Fulltrúar Sólar í Straumi, Sólar á Suðurnesjum og Sólar á Suðurlandi afhentu Þórunni Sveinbjarnardóttur, nýjum umhverfisráðherra, sameiginlega áskorun um að fela stofnunum ráðuneytisins að kynna fyrir almenningi heildarmynd áforma stóriðjufyrirtækja, orkufyrirtækja og orkuflutningafyrirtækja á Suður- og Suðvesturlandi. 5.6.2007 14:48 Vandi sjávarbyggða til umræðu á Alþingi Vandi sjávarbyggðanna var til umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag. Málshefjandi var varaþingmaður Vinstri grænna norðvesturkjördæmi og sjávarútvegsráðherra var til andsvara. Fleiri þingmenn fylgdu svo í kjölfarið. 5.6.2007 14:21 Fiskimálasetur opnað í Mósambík Fiskimálasetur var nýlega tekið í notkun í norðanverðri Mósambík. Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) lagði ásamt Þróunarsamvinnustofnun Breta (DIFID) til fjármagn til byggingar á nýju húsnæði undir setrið í hafnarborginni Quelimane. 5.6.2007 14:20 Íkveikja í Vestmannaeyjum Í dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum kemur fram að um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var tilkynnt um að eldur væri í búnaði þjóðhátíðarnefndar sem geymdur er á svæði þjónustumiðstöðvar bæjarins. 5.6.2007 14:05 Dæmdur fyrir að ætla að selja yfir 400 e-töflur Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 22 mánaða fangelsi fyrir að hafa í fórum sínum hátt í 420 e-töflur sem ætlaðar voru til sölu. Töflurnar fundust á heimili foreldra mannsins í fyrrasumar. 5.6.2007 13:58 Reiðhjól í búðum ólögleg Meira en þriðjungur nýrra reiðhjóla í verslunum á Höfuðborgarsvæðinu hafa ekki nægilegan öryggisbúnað, eða 38%. Þau eru því ólögleg samkvæmt reglugerð. 5.6.2007 13:35 Tveir dæmdir og tveir sýknaðir af morðinu á Jóni Þór Dómstóll í El Salvador hefur dæmt tvo menn í sjötíu ára fangelsi hvorn fyrir morðið á Jóni Þór Ólafssyni og Brendu Salinas fyrir tæpu einu og hálfu ári. Réttað var yfir fjórum mönnum og voru tveir sýknaðir. 5.6.2007 13:26 Biðlistum eytt, fæðingarorlof lengt og barnabætur hækkaðar Ríkisstjórnin hyggst eyða biðlistum hjá Barna og unglingageðdeild Landspítalans og Greiningarstöð ríkisins, lengja fæðingarorlofið í áföngum og hækka barnabætur til tekjulágra. Þá munu atvinnutekjur ellilífeyrisþega og vistmanna 70 ára og eldri ekki hafa áhrif á fjárhæð ellilífeyris og almannatryggingar. 5.6.2007 12:36 Þorskkvóti á norðurslóð gæti dregist saman um 100 þúsund tonn Alþjóðahafrannsóknaráðið ICES leggur til að að þorskveiðar í Barentshafi verði skornar niður um 15 þúsund tonn á næsta ári og að aflinn verði 409 þúsund tonn. Þá leggur ráðið til að að þorkveiðar verði bannaðar með öllu í Norðursjó á næsta ári, en áætlaður afli þar í ár verður 20 þúsund tonn. 5.6.2007 12:15 Aðstoðarforstjóri segir húsleitarheimild byggja á veikum grunni Magnús Ólafsson, aðstoðarforstjóri MS, segir að dómur héraðsdóms frá því í gær sem heimilaði Samkeppniseftirlitinu að gera húsleit í höfuðstöðvum MS í morgun, byggi á afskaplega veikum grunni. Hann segir fyrirtækið ávallt hafa upplýst samkeppniseftirlitið um stöðu mála á hverjum tíma, og að Mjólkursamsalan hafi ekkert að fela. 5.6.2007 12:11 Krónan lækkar enn Krónan hélt áfram að lækka í morgun eftir að hafa lækkað um rúm tvö prósent í gær, sem er mesta lækkun á einum degi um langt skeið. 5.6.2007 12:00 Móta stefnu í málefnum barna af erlendum uppruna Efla á íslensku- og móðurmálskennslu fyrir börn af erlendum uppruna í grunnskólum Reykjavíkur, skýra verklagsreglur við innritun slíkra barna í skóla og koma á laggirnar vinafjölskyldum fyrir fjölskyldur barna af erlendum uppruna til þess að bæta aðlögun og virkni barnanna í reykvískum skólum. 5.6.2007 11:51 Megum flytja inn ótakmarkað vín Sænskum stjórnvöldum er óheimilt að banna einstaklingum að flytja inn áfengi samkvæmt niðurstöðu Evrópudómstólsins í Lúxemborg. Það stríðir gegn frjálsu vöruflæði innan Evrópska efnahagssvæðisins. Hér á landi er innflutningur til einkaneyslu frjáls, og ekkert þak á leyfilegu magni. 5.6.2007 11:42 Húsleit vegna gruns um samkeppnisbrot Fulltrúar frá Samkeppniseftirlitinu stormuðu inn á skriftstofur Mjólkursamsölunnar, Auðhumlu og Osta- og smjörsölunnar á Bitruhálsi í morgun vegna gruns um að fyrirtækin hefðu brotið samkeppnislög. 5.6.2007 11:24 Rætt um vanda sjávarbyggðanna á þingfundi í dag Utandagskrárumræða um vanda sjávarbyggðanna fer fram við upphaf þingfundar í dag klukkan hálftvö. Það er Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, sem er málshefjandi en til andsvara verður Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. 5.6.2007 11:05 Svandís segir grímulausa stóriðjustefnu ríkja áfram Á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í gær var samþykktur samningur um sölu á raforku til álvers í Helguvík. Svandís Svararsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn samningnum. Hún segir tillögu um samninginn óásættanlega. 5.6.2007 11:04 Samkeppniseftirlitið í húsleit hjá MS Fulltrúar frá Samkeppnieftirlitinu komu fyrir stundu í húsnæði Mjólkursamsölunnar á Bitruhálsi. Þetta fékkst staðfest á skrifstofu forstjóra Mjólkursamsöllunnar. Frekari upplýsingar er ekki að fá að svo stöddu hjá Mjólkursamsölunni og Samkeppniseftirlitinu en von er á tilkynningu frá MS innan stundar. 5.6.2007 10:39 Dagblöð og ruslpóstur gætu þakið vegakerfi Íslands fimm sinnum Ársskammtur Íslendinga af dagblöðum og auglýsingapósti dugar til þess að þekja vegakerfi landsins rúmlega fimm sinnum. Að meðaltali fá íslensk heimili 176 kíló af þessum blöðum og auglýsingapósti inn um lúguna hjá sér á hverju ári. 5.6.2007 10:28 Farþegum um Keflavíkurflugvöll heldur áfram að fjölga Farþegum um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um ellefu prósent á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta leiða tölur Hagstofunnar í ljós. 5.6.2007 10:23 Bæjarráð Bolungarvíkur vonsvikið með skýrslu Hafró Í ályktun Bæjarráðs Bolungarvíkur sem samþykkt var nú í morgun er lýst miklum vonbrigðum með nýúkomna skýrslu Hafrannsóknarstofnunar. Bæjarráðið segir að verði farið að ráðum stofnunarinnar muni það þýða 1200 tonna skerðingu í aflaheimildum á slægðum þorski í Bolungarvík og að útflutningsverðmæti frá bænum dragist saman um 300 milljónir króna á ársgrundvelli. 5.6.2007 10:09 Lygalaupur afhjúpaður á lögreglustöð Piltur á tvítugsaldri reyndi að blekkja lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gær til að komast hjá því að hljóta sekt vegna ölvunarakstur. Pilturinn hafði kvöldið áður keyrt ölvaður inn í garð í Kópavogi og flúið af vettvang. Daginn eftir mætti hann svo á lögreglustöðina og tilkynnti að bíl sínum hefði verið stolið. Upp komst um ungan mann sem reyndi að blekkja lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að sleppa við sekt. Pilturinn, sem er 17 ára, tilkynnti lögreglunni að bíl sínum hefði verið stolið daginn eftir að hann 4.6.2007 23:42 Tilkynnt um reyk á Laugavegi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um hálf áttaleytið í kvöld eftir að tilkynning barst um reyk í lyftugöngum í húsi við Laugaveg 120. 4.6.2007 23:02 Tekinn á 148 kílómetra hraða Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann á 148 kílómetra kílómetra hraða á Suðurlandsvegi um þrjúleytið í dag. Ökumaðurinn, sem er karlmaður á fertugsaldri, var undir áhrifum fíkniefna. 4.6.2007 21:59 Vill lögreglurannsókn á mögulegum mannréttindabrotum á Goldfinger Mögulegt er að eigandi súlustaðarins Goldfinger í Kópavogi brjóti á mannréttindum starfsmanna sinna með því að meina þeim að yfirgefa vinnustað í allt að átta klukkutíma eftir að vinnu þeirra lýkur. Þetta kom fram í máli Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, í viðtali í Íslandi í dag. Hún segir þetta kalla á lögreglurannsókn og vill að lögreglan hafi frumkvæði í málinu. 4.6.2007 20:56 Tveir dæmdir fyrir morðið á Jóni Þór Ólafssyni Tveir menn hafa verið dæmdir í 70 ára fangelsi fyrir morðið á Jóni Þór Ólafssyni og Brendu Salinas í El Salvador í fyrra samkvæmt frétt Ríkissjónvarpsins. Fjórir voru ákærðir fyrir morðið en tveir voru sýknaðir. 4.6.2007 20:00 Líffæragjafi nema annað sé tekið fram Yfirlæknir hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi telur mikilvægt að breyta löggjöf um líffæragjafir. Þá verði gengið út frá því að látnir hafi viljað gefa líffæri sín hafi þeir ekki tekið annað fram fyrir andlátið. 4.6.2007 19:15 Rannsóknir sýna að bólusetningar ungbarna valda ekki einhverfu Greina má einkenni einhverfu hjá börnum strax á fyrstu tveimur árunum. Fyrstu einkennin geta verið, að þau svara hvorki nafni né horfa í augu fólks. Getgátur hafa verið uppi um að ungbarnabólusetningar valdi einhverfu en því vísar franskur geðlæknir alfarið á bug. 4.6.2007 19:14 Íslenski fáninn á barnafötum á Spáni Verslanakeðjan, C&A hefur í sumar selt barnaflíkur á Spáni með eftirlíkingu af íslenska fánanum. Samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að bjóða útlendar vörur með myndum af þjóðfánanum. Þórhallur Vilhjálmsson, lögfræðingur hjá forsætisráðuneytinu, segir að lögreglunni beri að taka málið til meðferðar. 4.6.2007 19:14 Krónan veiktist eftir að skýrsla Hafró var birt Krónan veiktist um rúm tvö prósent í dag þegar markaðir voru opnaðir á ný eftir að Hafrannsóknarstofnun kynnti dökka skýrslu sína um stöðu þorskkvótans. 4.6.2007 19:06 Vilja nota risabor til að bora veggöng á Austurlandi Verið er að kanna hvort einn risaboranna, sem nú borar göng að Kárahnjúkum, verði notaður til að bora veggöng á Austurlandi. Slíkt gæti dregið verulega úr kostnaði við gangagerð á svæðinu. 4.6.2007 19:03 Sýndi snör handtök þegar klórgasslanga gaf sig Verksmiðja Mjallar-Friggjar á Akureyri var rýmd í morgun eftir að klórgasleki kom upp í kjallara byggingarinnar. Að sögn slökkviliðsstjórans á Akureyri, gaf klórgasslanga sig með þeim afleiðingum að klórgas lak út en starfsmaður verksmiðjunnar sýndi snör handtök og náði að skrúfa fyrir gasið. Hann mun hafa orðið fyrir lítils háttar eitrun og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar. 4.6.2007 18:59 Varað við Yasmín pillunni í Danmörku Læknar í Danmörku vara við notkun Yasmin getnaðarvarnarpillunnar vegna hættu á blóðtappa. Rekja má tvö dauðsföll ungra kvenna þar í landi beint til pillunnar. Um 1700 íslenskar konur nota hana sem getnaðarvörn. 4.6.2007 18:55 Stjórn peningamála komin í ógöngur Stjórn peningamála er komin í ógöngur að mati Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnin þarf að bregaðst við. Forsvarsmenn samtakanna funduðu með forsætisráðherra og utanríkisráðherra í morgun. 4.6.2007 18:44 Brotist inn í nýbyggingu í Njarðvík Brotist var inn í nýbygginu í Njarðvík í morgun og handverkfærum stolið. Enn liggur ekki fyrir hver eða hverjir voru þar að verki enn málið er enn í rannsókn. 4.6.2007 18:41 Samherji boðar samdrátt vegna erfiðrar stöðu í sjávarútvegi Fyrirhuguðum framkvæmdum útgerðarfyrirtækisins Samherja hf. við uppbyggingu landvinnslunnar á Dalvík verður frestað um eitt ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja. Hann segir erfiðleikar í íslenskum sjávarútvegi vegna óhagstæðrar gengisþróunar, hárra vaxta og niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar um ástand þorskstofnsins gera það að verkum að fresta verði framkvæmdunum. 4.6.2007 18:34 Forsætisráðherra skili skýrslu um loforð ráðherra fyrir kosningar Alþingi samþykkti í dag beiðni frá þinmönnum vinstri grænna þess efnis að forsætisráðherra taki saman skýrslu um þá samninga, viljayfirlýsingar og fyrirheit sem veitt voru í aðdraganda kosninga. Beiðnin var samþykkt samhljóðar. 4.6.2007 15:52 Engar heimildir í gildi vegna stríðsins í Írak Þær heimildir sem íslensk stjórnvöld veittu bandarískum til þess að nýta sér aðstöðu hér á landi vegna stríðsins í Írak eru fallnar úr gildi. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á Alþingi í dag. 4.6.2007 15:30 Aðgerðir Seðlabankans hafa skaðað atvinnulífið, segir SA Ríkisstjórnin þarf nú þegar að taka á þeirri sjálfheldu sem stjórn peningamála og hagstjórnin hefur ratað í og aðgerðir Seðlabankans hafa skaðað atvinnulífið, segja Samtök atvinnulífsins. Framkvæmdastjórn samtakanna átti í morgun fund með forsætisráðherra og utanríkisráðherra. 4.6.2007 14:47 Fræðsluvefurinn opnaður Orkuveita Reykjavíkur opnaði í dag á vefsvæði sínu sérstakan fræðsluvef sem ætlað er að miðla fróðleik um þau málefni sem starfsemi fyrirtækisins beinist að. Það var nýr heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem opnaði vefinn en þetta mun vera á meðal síðustu embættisverka Guðlaugs hjá Orkuveitunni áður en hann lætur af embætti stjórnarformanns. 4.6.2007 14:19 Gerðu aðsúg að lögreglu á dansleik á Höfn Gerður var aðsúgur að lögreglumönnum við eftirlit á sjómannadagsdansleik á Höfn í Hornafirði á laugardag og beitti lögregla piparúða til að verja hendur sínar gagnvart ólátaseggum. 4.6.2007 13:51 Lögreglan á Akranesi rannsakar þrjár nauðganir Lögreglan á Akranesi hefur nú til rannsóknar þrjár nauðganir og eitt kynferðisbrotamál til viðbótar. Málin hafa komið upp á síðustu vikum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. 4.6.2007 13:32 Sjá næstu 50 fréttir
Surtseyjarsýning í Þjóðmenningarhúsinu Í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá lokum Surtseyjargossins stendur nú yfir sýning í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu sem ber heitið: Surtsey - jörð úr ægi. Þar er myndunar- og þróunarsaga Surtseyjar rakin frá myndun hennar og fram til dagsins í dag. 5.6.2007 16:30
Sýknaðir af ákæru um hópnauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fjóra unglingspilta af ákæru um að hafa nauðgað 14 ára stúlku í nóvember 2005. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa þröngvað stúlkunni til samræðis við sig, sumpart með ofbeldi og sumpart með því að notfæra sér ölvunar- og vímuefnaástand stúlkunnar. 5.6.2007 16:05
Ók niður gönguljósastaur Óhapp varð við gönguljósin á Miklubraut til móts við Skaftahlíð um hálf fjögur þegar bíll ók á gönguljósastaur. Ökumaðurinn virðist hafa sloppið ómeiddur en umferðarljósin á mótum Hringbrautar og Lönguhlíðar biluðu í kjölfarið. Töluverðar tafir hafa myndast á Miklubraut vegna þessa. Lögregla segir hugsanlegt að ökumaður hafi verið ölvaður. 5.6.2007 15:36
Viðbeinsbrotnaði í umferðaróhappi á Akureyri Tíu ára stúlka viðbeinsbrotnaði á Akureyri í klukkan eitt í dag þegar hún hjólaði inn í hlið bíls sem var á ferð. Stúlkan var með hjálm og er hann talinn hafa komið í veg fyrir að ekki fór verr. 5.6.2007 15:04
Ráðherra kynni áform stóriðjufyrirtækja fyrir almenningi Fulltrúar Sólar í Straumi, Sólar á Suðurnesjum og Sólar á Suðurlandi afhentu Þórunni Sveinbjarnardóttur, nýjum umhverfisráðherra, sameiginlega áskorun um að fela stofnunum ráðuneytisins að kynna fyrir almenningi heildarmynd áforma stóriðjufyrirtækja, orkufyrirtækja og orkuflutningafyrirtækja á Suður- og Suðvesturlandi. 5.6.2007 14:48
Vandi sjávarbyggða til umræðu á Alþingi Vandi sjávarbyggðanna var til umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag. Málshefjandi var varaþingmaður Vinstri grænna norðvesturkjördæmi og sjávarútvegsráðherra var til andsvara. Fleiri þingmenn fylgdu svo í kjölfarið. 5.6.2007 14:21
Fiskimálasetur opnað í Mósambík Fiskimálasetur var nýlega tekið í notkun í norðanverðri Mósambík. Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) lagði ásamt Þróunarsamvinnustofnun Breta (DIFID) til fjármagn til byggingar á nýju húsnæði undir setrið í hafnarborginni Quelimane. 5.6.2007 14:20
Íkveikja í Vestmannaeyjum Í dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum kemur fram að um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var tilkynnt um að eldur væri í búnaði þjóðhátíðarnefndar sem geymdur er á svæði þjónustumiðstöðvar bæjarins. 5.6.2007 14:05
Dæmdur fyrir að ætla að selja yfir 400 e-töflur Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 22 mánaða fangelsi fyrir að hafa í fórum sínum hátt í 420 e-töflur sem ætlaðar voru til sölu. Töflurnar fundust á heimili foreldra mannsins í fyrrasumar. 5.6.2007 13:58
Reiðhjól í búðum ólögleg Meira en þriðjungur nýrra reiðhjóla í verslunum á Höfuðborgarsvæðinu hafa ekki nægilegan öryggisbúnað, eða 38%. Þau eru því ólögleg samkvæmt reglugerð. 5.6.2007 13:35
Tveir dæmdir og tveir sýknaðir af morðinu á Jóni Þór Dómstóll í El Salvador hefur dæmt tvo menn í sjötíu ára fangelsi hvorn fyrir morðið á Jóni Þór Ólafssyni og Brendu Salinas fyrir tæpu einu og hálfu ári. Réttað var yfir fjórum mönnum og voru tveir sýknaðir. 5.6.2007 13:26
Biðlistum eytt, fæðingarorlof lengt og barnabætur hækkaðar Ríkisstjórnin hyggst eyða biðlistum hjá Barna og unglingageðdeild Landspítalans og Greiningarstöð ríkisins, lengja fæðingarorlofið í áföngum og hækka barnabætur til tekjulágra. Þá munu atvinnutekjur ellilífeyrisþega og vistmanna 70 ára og eldri ekki hafa áhrif á fjárhæð ellilífeyris og almannatryggingar. 5.6.2007 12:36
Þorskkvóti á norðurslóð gæti dregist saman um 100 þúsund tonn Alþjóðahafrannsóknaráðið ICES leggur til að að þorskveiðar í Barentshafi verði skornar niður um 15 þúsund tonn á næsta ári og að aflinn verði 409 þúsund tonn. Þá leggur ráðið til að að þorkveiðar verði bannaðar með öllu í Norðursjó á næsta ári, en áætlaður afli þar í ár verður 20 þúsund tonn. 5.6.2007 12:15
Aðstoðarforstjóri segir húsleitarheimild byggja á veikum grunni Magnús Ólafsson, aðstoðarforstjóri MS, segir að dómur héraðsdóms frá því í gær sem heimilaði Samkeppniseftirlitinu að gera húsleit í höfuðstöðvum MS í morgun, byggi á afskaplega veikum grunni. Hann segir fyrirtækið ávallt hafa upplýst samkeppniseftirlitið um stöðu mála á hverjum tíma, og að Mjólkursamsalan hafi ekkert að fela. 5.6.2007 12:11
Krónan lækkar enn Krónan hélt áfram að lækka í morgun eftir að hafa lækkað um rúm tvö prósent í gær, sem er mesta lækkun á einum degi um langt skeið. 5.6.2007 12:00
Móta stefnu í málefnum barna af erlendum uppruna Efla á íslensku- og móðurmálskennslu fyrir börn af erlendum uppruna í grunnskólum Reykjavíkur, skýra verklagsreglur við innritun slíkra barna í skóla og koma á laggirnar vinafjölskyldum fyrir fjölskyldur barna af erlendum uppruna til þess að bæta aðlögun og virkni barnanna í reykvískum skólum. 5.6.2007 11:51
Megum flytja inn ótakmarkað vín Sænskum stjórnvöldum er óheimilt að banna einstaklingum að flytja inn áfengi samkvæmt niðurstöðu Evrópudómstólsins í Lúxemborg. Það stríðir gegn frjálsu vöruflæði innan Evrópska efnahagssvæðisins. Hér á landi er innflutningur til einkaneyslu frjáls, og ekkert þak á leyfilegu magni. 5.6.2007 11:42
Húsleit vegna gruns um samkeppnisbrot Fulltrúar frá Samkeppniseftirlitinu stormuðu inn á skriftstofur Mjólkursamsölunnar, Auðhumlu og Osta- og smjörsölunnar á Bitruhálsi í morgun vegna gruns um að fyrirtækin hefðu brotið samkeppnislög. 5.6.2007 11:24
Rætt um vanda sjávarbyggðanna á þingfundi í dag Utandagskrárumræða um vanda sjávarbyggðanna fer fram við upphaf þingfundar í dag klukkan hálftvö. Það er Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, sem er málshefjandi en til andsvara verður Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. 5.6.2007 11:05
Svandís segir grímulausa stóriðjustefnu ríkja áfram Á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í gær var samþykktur samningur um sölu á raforku til álvers í Helguvík. Svandís Svararsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn samningnum. Hún segir tillögu um samninginn óásættanlega. 5.6.2007 11:04
Samkeppniseftirlitið í húsleit hjá MS Fulltrúar frá Samkeppnieftirlitinu komu fyrir stundu í húsnæði Mjólkursamsölunnar á Bitruhálsi. Þetta fékkst staðfest á skrifstofu forstjóra Mjólkursamsöllunnar. Frekari upplýsingar er ekki að fá að svo stöddu hjá Mjólkursamsölunni og Samkeppniseftirlitinu en von er á tilkynningu frá MS innan stundar. 5.6.2007 10:39
Dagblöð og ruslpóstur gætu þakið vegakerfi Íslands fimm sinnum Ársskammtur Íslendinga af dagblöðum og auglýsingapósti dugar til þess að þekja vegakerfi landsins rúmlega fimm sinnum. Að meðaltali fá íslensk heimili 176 kíló af þessum blöðum og auglýsingapósti inn um lúguna hjá sér á hverju ári. 5.6.2007 10:28
Farþegum um Keflavíkurflugvöll heldur áfram að fjölga Farþegum um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um ellefu prósent á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta leiða tölur Hagstofunnar í ljós. 5.6.2007 10:23
Bæjarráð Bolungarvíkur vonsvikið með skýrslu Hafró Í ályktun Bæjarráðs Bolungarvíkur sem samþykkt var nú í morgun er lýst miklum vonbrigðum með nýúkomna skýrslu Hafrannsóknarstofnunar. Bæjarráðið segir að verði farið að ráðum stofnunarinnar muni það þýða 1200 tonna skerðingu í aflaheimildum á slægðum þorski í Bolungarvík og að útflutningsverðmæti frá bænum dragist saman um 300 milljónir króna á ársgrundvelli. 5.6.2007 10:09
Lygalaupur afhjúpaður á lögreglustöð Piltur á tvítugsaldri reyndi að blekkja lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gær til að komast hjá því að hljóta sekt vegna ölvunarakstur. Pilturinn hafði kvöldið áður keyrt ölvaður inn í garð í Kópavogi og flúið af vettvang. Daginn eftir mætti hann svo á lögreglustöðina og tilkynnti að bíl sínum hefði verið stolið. Upp komst um ungan mann sem reyndi að blekkja lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að sleppa við sekt. Pilturinn, sem er 17 ára, tilkynnti lögreglunni að bíl sínum hefði verið stolið daginn eftir að hann 4.6.2007 23:42
Tilkynnt um reyk á Laugavegi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um hálf áttaleytið í kvöld eftir að tilkynning barst um reyk í lyftugöngum í húsi við Laugaveg 120. 4.6.2007 23:02
Tekinn á 148 kílómetra hraða Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann á 148 kílómetra kílómetra hraða á Suðurlandsvegi um þrjúleytið í dag. Ökumaðurinn, sem er karlmaður á fertugsaldri, var undir áhrifum fíkniefna. 4.6.2007 21:59
Vill lögreglurannsókn á mögulegum mannréttindabrotum á Goldfinger Mögulegt er að eigandi súlustaðarins Goldfinger í Kópavogi brjóti á mannréttindum starfsmanna sinna með því að meina þeim að yfirgefa vinnustað í allt að átta klukkutíma eftir að vinnu þeirra lýkur. Þetta kom fram í máli Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, í viðtali í Íslandi í dag. Hún segir þetta kalla á lögreglurannsókn og vill að lögreglan hafi frumkvæði í málinu. 4.6.2007 20:56
Tveir dæmdir fyrir morðið á Jóni Þór Ólafssyni Tveir menn hafa verið dæmdir í 70 ára fangelsi fyrir morðið á Jóni Þór Ólafssyni og Brendu Salinas í El Salvador í fyrra samkvæmt frétt Ríkissjónvarpsins. Fjórir voru ákærðir fyrir morðið en tveir voru sýknaðir. 4.6.2007 20:00
Líffæragjafi nema annað sé tekið fram Yfirlæknir hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi telur mikilvægt að breyta löggjöf um líffæragjafir. Þá verði gengið út frá því að látnir hafi viljað gefa líffæri sín hafi þeir ekki tekið annað fram fyrir andlátið. 4.6.2007 19:15
Rannsóknir sýna að bólusetningar ungbarna valda ekki einhverfu Greina má einkenni einhverfu hjá börnum strax á fyrstu tveimur árunum. Fyrstu einkennin geta verið, að þau svara hvorki nafni né horfa í augu fólks. Getgátur hafa verið uppi um að ungbarnabólusetningar valdi einhverfu en því vísar franskur geðlæknir alfarið á bug. 4.6.2007 19:14
Íslenski fáninn á barnafötum á Spáni Verslanakeðjan, C&A hefur í sumar selt barnaflíkur á Spáni með eftirlíkingu af íslenska fánanum. Samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að bjóða útlendar vörur með myndum af þjóðfánanum. Þórhallur Vilhjálmsson, lögfræðingur hjá forsætisráðuneytinu, segir að lögreglunni beri að taka málið til meðferðar. 4.6.2007 19:14
Krónan veiktist eftir að skýrsla Hafró var birt Krónan veiktist um rúm tvö prósent í dag þegar markaðir voru opnaðir á ný eftir að Hafrannsóknarstofnun kynnti dökka skýrslu sína um stöðu þorskkvótans. 4.6.2007 19:06
Vilja nota risabor til að bora veggöng á Austurlandi Verið er að kanna hvort einn risaboranna, sem nú borar göng að Kárahnjúkum, verði notaður til að bora veggöng á Austurlandi. Slíkt gæti dregið verulega úr kostnaði við gangagerð á svæðinu. 4.6.2007 19:03
Sýndi snör handtök þegar klórgasslanga gaf sig Verksmiðja Mjallar-Friggjar á Akureyri var rýmd í morgun eftir að klórgasleki kom upp í kjallara byggingarinnar. Að sögn slökkviliðsstjórans á Akureyri, gaf klórgasslanga sig með þeim afleiðingum að klórgas lak út en starfsmaður verksmiðjunnar sýndi snör handtök og náði að skrúfa fyrir gasið. Hann mun hafa orðið fyrir lítils háttar eitrun og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar. 4.6.2007 18:59
Varað við Yasmín pillunni í Danmörku Læknar í Danmörku vara við notkun Yasmin getnaðarvarnarpillunnar vegna hættu á blóðtappa. Rekja má tvö dauðsföll ungra kvenna þar í landi beint til pillunnar. Um 1700 íslenskar konur nota hana sem getnaðarvörn. 4.6.2007 18:55
Stjórn peningamála komin í ógöngur Stjórn peningamála er komin í ógöngur að mati Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnin þarf að bregaðst við. Forsvarsmenn samtakanna funduðu með forsætisráðherra og utanríkisráðherra í morgun. 4.6.2007 18:44
Brotist inn í nýbyggingu í Njarðvík Brotist var inn í nýbygginu í Njarðvík í morgun og handverkfærum stolið. Enn liggur ekki fyrir hver eða hverjir voru þar að verki enn málið er enn í rannsókn. 4.6.2007 18:41
Samherji boðar samdrátt vegna erfiðrar stöðu í sjávarútvegi Fyrirhuguðum framkvæmdum útgerðarfyrirtækisins Samherja hf. við uppbyggingu landvinnslunnar á Dalvík verður frestað um eitt ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja. Hann segir erfiðleikar í íslenskum sjávarútvegi vegna óhagstæðrar gengisþróunar, hárra vaxta og niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar um ástand þorskstofnsins gera það að verkum að fresta verði framkvæmdunum. 4.6.2007 18:34
Forsætisráðherra skili skýrslu um loforð ráðherra fyrir kosningar Alþingi samþykkti í dag beiðni frá þinmönnum vinstri grænna þess efnis að forsætisráðherra taki saman skýrslu um þá samninga, viljayfirlýsingar og fyrirheit sem veitt voru í aðdraganda kosninga. Beiðnin var samþykkt samhljóðar. 4.6.2007 15:52
Engar heimildir í gildi vegna stríðsins í Írak Þær heimildir sem íslensk stjórnvöld veittu bandarískum til þess að nýta sér aðstöðu hér á landi vegna stríðsins í Írak eru fallnar úr gildi. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á Alþingi í dag. 4.6.2007 15:30
Aðgerðir Seðlabankans hafa skaðað atvinnulífið, segir SA Ríkisstjórnin þarf nú þegar að taka á þeirri sjálfheldu sem stjórn peningamála og hagstjórnin hefur ratað í og aðgerðir Seðlabankans hafa skaðað atvinnulífið, segja Samtök atvinnulífsins. Framkvæmdastjórn samtakanna átti í morgun fund með forsætisráðherra og utanríkisráðherra. 4.6.2007 14:47
Fræðsluvefurinn opnaður Orkuveita Reykjavíkur opnaði í dag á vefsvæði sínu sérstakan fræðsluvef sem ætlað er að miðla fróðleik um þau málefni sem starfsemi fyrirtækisins beinist að. Það var nýr heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem opnaði vefinn en þetta mun vera á meðal síðustu embættisverka Guðlaugs hjá Orkuveitunni áður en hann lætur af embætti stjórnarformanns. 4.6.2007 14:19
Gerðu aðsúg að lögreglu á dansleik á Höfn Gerður var aðsúgur að lögreglumönnum við eftirlit á sjómannadagsdansleik á Höfn í Hornafirði á laugardag og beitti lögregla piparúða til að verja hendur sínar gagnvart ólátaseggum. 4.6.2007 13:51
Lögreglan á Akranesi rannsakar þrjár nauðganir Lögreglan á Akranesi hefur nú til rannsóknar þrjár nauðganir og eitt kynferðisbrotamál til viðbótar. Málin hafa komið upp á síðustu vikum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. 4.6.2007 13:32
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent