Innlent

Ráðherra kynni áform stóriðjufyrirtækja fyrir almenningi

Fulltrúar Sólar í Straumi, Sólar á Suðurnesjum og Sólar á Suðurlandi afhentu Þórunni Sveinbjarnardóttur, nýjum umhverfisráðherra, sameiginlega áskorun um að fela stofnunum ráðuneytisins, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun, að draga fram og kynna fyrir almenningi heildarmynd áforma stóriðjufyrirtækja, orkufyrirtækja og orkuflutningafyrirtækja á Suður- og Suðvesturlandi.

Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að skýr og aðgengileg heildarmynd af áformunum sé forsenda þess að lýðræðisleg og upplýst umræða geti farið fram á meðal landsmanna. Þegar búið sé að draga upp heildarmyndina og víðtæk umræða hafi farið fram sé eðlilegt að íbúar á svæðinu fái tækifæri til þess að taka afstöðu til málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×