Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2026 17:17 Sandra átti góðan leik fyrir eyjakonur. Anton Brink ÍBV tyllti sér á topp Olís-deildarinnar með öruggum sigri á ÍR 26-29. Eyjakonur hafa nú sigrað sjö leiki í röð og eru á góðri siglingu. Leikurinn var afar jafn framan af en þegar tuttugu mínútur fóru gestirnir frá Vestmannaeyjum að taka forystuna. Rétt undir lok fyrri hálfleiks tapaði Sandra Erlingsdóttir boltanum en lá eftir á vellinum. Eftir myndbandsathugun fékk Matthildur Lilja Jónsdóttir að líta rauða spjaldið eftir viðkomu hennar við Söndru. ÍBV fór þá með fjögurra marka forystu inn í hálfleikinn. Birna Berg Haraldsdóttir var afar öflug og var markahæst í liði gestanna með sjö mörk. ÍR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og höfðu jafnað metin eftir um það bil tíu mínútur. ÍR komst þá yfir en eyjakonur voru fljótar að ná forystunni aftur og þá var ekki aftur snúið. Lokatölur 26-29 fyrir ÍBV og með sigrinum fara þær upp í 1. sæti í Olís deildinni en Valur sem er næst á eftir á þó leik til góða. Markahæstu leikmenn ÍBV fagna sigrinum.Anton Brink Atvik leiksins Rauða spjaldið á Matthildi var afar athyglisvert. Sandra Erlingsdóttir virtist hreinlega bara tapa boltanum en lá svo eftir og hélt utan um andlitið. Dómararnir kíktu í myndavélarnar og þá uppskar Matthildur rauða spjaldið fyrir atvikið. Vont fyrir ÍR-inga að missa hina öflugu Matthildi af velli. Stjörnur og skúrkar Birna Berg Haraldsdóttir átti góðan leik fyrir eyjakonur og var markahæst í liðinu með 9 mörk. Krafturinn í Söndru Erlingsdóttur var að sama skapi virkilega mikilvægur fyrir gestina en hún var næst markahæst með 7 mörk. Sara Dögg Hjaltadóttir var hvað atkvæðamest í liði ÍR-inga með 9 mörk. Vaka Líf Kristinsdóttir var þar á eftir með 5 mörk en hún átti einnig frábæran leik fyrir heimakonur. Sara Dögg var borinn af velli undir lok leiks. Slæmar fréttir fyrir ÍR ef hún hefur meiðst.Anton Brink Stemning og umgjörð Fín mæting í Skógarselið og ágætis stemning. Dómarar Ómar Ingi Sverrisson og Ómar Örn Jónsson stóðu vaktina hér í kvöld. Eitthvað um erfiðar ákvarðanir en nokkuð sanngjörn dómgæsla. Olís-deild kvenna ÍR ÍBV
ÍBV tyllti sér á topp Olís-deildarinnar með öruggum sigri á ÍR 26-29. Eyjakonur hafa nú sigrað sjö leiki í röð og eru á góðri siglingu. Leikurinn var afar jafn framan af en þegar tuttugu mínútur fóru gestirnir frá Vestmannaeyjum að taka forystuna. Rétt undir lok fyrri hálfleiks tapaði Sandra Erlingsdóttir boltanum en lá eftir á vellinum. Eftir myndbandsathugun fékk Matthildur Lilja Jónsdóttir að líta rauða spjaldið eftir viðkomu hennar við Söndru. ÍBV fór þá með fjögurra marka forystu inn í hálfleikinn. Birna Berg Haraldsdóttir var afar öflug og var markahæst í liði gestanna með sjö mörk. ÍR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og höfðu jafnað metin eftir um það bil tíu mínútur. ÍR komst þá yfir en eyjakonur voru fljótar að ná forystunni aftur og þá var ekki aftur snúið. Lokatölur 26-29 fyrir ÍBV og með sigrinum fara þær upp í 1. sæti í Olís deildinni en Valur sem er næst á eftir á þó leik til góða. Markahæstu leikmenn ÍBV fagna sigrinum.Anton Brink Atvik leiksins Rauða spjaldið á Matthildi var afar athyglisvert. Sandra Erlingsdóttir virtist hreinlega bara tapa boltanum en lá svo eftir og hélt utan um andlitið. Dómararnir kíktu í myndavélarnar og þá uppskar Matthildur rauða spjaldið fyrir atvikið. Vont fyrir ÍR-inga að missa hina öflugu Matthildi af velli. Stjörnur og skúrkar Birna Berg Haraldsdóttir átti góðan leik fyrir eyjakonur og var markahæst í liðinu með 9 mörk. Krafturinn í Söndru Erlingsdóttur var að sama skapi virkilega mikilvægur fyrir gestina en hún var næst markahæst með 7 mörk. Sara Dögg Hjaltadóttir var hvað atkvæðamest í liði ÍR-inga með 9 mörk. Vaka Líf Kristinsdóttir var þar á eftir með 5 mörk en hún átti einnig frábæran leik fyrir heimakonur. Sara Dögg var borinn af velli undir lok leiks. Slæmar fréttir fyrir ÍR ef hún hefur meiðst.Anton Brink Stemning og umgjörð Fín mæting í Skógarselið og ágætis stemning. Dómarar Ómar Ingi Sverrisson og Ómar Örn Jónsson stóðu vaktina hér í kvöld. Eitthvað um erfiðar ákvarðanir en nokkuð sanngjörn dómgæsla.