Innlent

Fiskimálasetur opnað í Mósambík

Fiskimálasetur var nýlega tekið í notkun í norðanverðri Mósambík. Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) lagði ásamt Þróunarsamvinnustofnun Breta (DIFID) til fjármagn til byggingar á nýju húsnæði undir setrið í hafnarborginni Quelimane.

Íslenska fjármagnið var notað til að bæta við þriðju hæðinni í húsið sem mun hýsa yfirstjórn fiskimála í þessum hluta landsins. Á öðrum hæðum eru eftirlitsdeild hafrannsóknarstofnunar og rannsóknarstofa. Jóhann Pálsson, umdæmisstjóri ÞSSÍ í Mósambík var viðstaddur opnun fiskimálasetursins ásamt sjávarútvegsráðherra landsins og fleiri ráðamönnum.

Við sama tækifæri var skrifað undir nýjan rammasamning milli ÞSSÍ og sjávartútvegsráðuneytisins í Mósambík og hann framlengdur um fimm ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×