Innlent

Þorskkvóti á norðurslóð gæti dregist saman um 100 þúsund tonn

Alþjóðahafrannsóknaráðið ICES leggur til að að þorskveiðar í Barentshafi verði skornar niður um 15 þúsund tonn á næsta ári og að aflinn verði 409 þúsund tonn. Þá leggur ráðið til að að þorskveiðar verði bannaðar með öllu í Norðursjó á næsta ári, en áætlaður afli þar í ár verður 20 þúsund tonn.

Fari svo íslensk stjórnvöld að tillögum Hafrannsóknastofnunar skerðist íslenski þorskkvótinn um 63 þúsund tonn þannig að samanlagt skerðist þorskkvótinn á norðurslóðum um tæp hundrað þúsund tonn. Þorskur af öllum þessum svæðum fer að mestu inn á sama markað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×