Svandís segir grímulausa stóriðjustefnu ríkja áfram Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 5. júní 2007 11:04 MYND/Heiða Á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í gær var samþykktur samningur um sölu á raforku til álvers í Helguvík. Svandís Svararsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í fyrirtækinu, greiddi atkvæði gegn samningnum og bókaði sérálit. Hún segir tillögu um samninginn óásættanlega. „Orkuveita Reykjavíkur starfar samkvæmt hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar sem allar á heildstæða nálgun hvers verkefnis sem ráðist er í," segir í bókun Svandísar. „Með því er átt við fyrir liggi með skýrum hætti hversu stórt álver er fyrirhugað að reisa, á hvaða svæði nákvæmlega er fyrirhugað að sækja orkuna, orkuverðið sé kunnugt almenningi og að fyrir liggi heildstæð áætlun um verkið og áhrif þess á umhverfi, samfélag og efnahag. Í ljósi þessa er fyrirliggjandi tillaga um afgreiðslu orkusölusamnings til hluta álvers í Helguvík óásættanleg." Svandís segir að samningurinn sé hluti af ríkjandi stóriðjustefnu sem Vinstri græn hafi barist gegn um langa hríð. „Ekki verður séð að álbræðsla í Helguvík , með tilheyrandi mengun, náttúruspjöllum og efnahagsáhrifum sé brýnasta verkefni forríkrar þjóðar." Borgarfulltrúinn bendir á að í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar sem formaður stjórnar Orkuveitunnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, á sæti í sé að finna fyrirheit um auknar áherslur í þágu umhverfis og náttúru. „Því hefði þess verið að vænta að við áform sem þessi yrðum við vör við einhvers konar áherslubreytingar stjórnvalda. Fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur greiðir atkvæði gegn samningnum sem fyrir liggur á þem forsendum sem raktar eru hér." Bókuninni lýkur svo á því að fulltrúinn lýsir „áhyggjum sínum yfir því að svo virðist sem grímulaus stóriðjustefna muni áfram ríkja í tíð nýrrar ríkisstjórnar, ekkert stopp." Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í gær var samþykktur samningur um sölu á raforku til álvers í Helguvík. Svandís Svararsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í fyrirtækinu, greiddi atkvæði gegn samningnum og bókaði sérálit. Hún segir tillögu um samninginn óásættanlega. „Orkuveita Reykjavíkur starfar samkvæmt hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar sem allar á heildstæða nálgun hvers verkefnis sem ráðist er í," segir í bókun Svandísar. „Með því er átt við fyrir liggi með skýrum hætti hversu stórt álver er fyrirhugað að reisa, á hvaða svæði nákvæmlega er fyrirhugað að sækja orkuna, orkuverðið sé kunnugt almenningi og að fyrir liggi heildstæð áætlun um verkið og áhrif þess á umhverfi, samfélag og efnahag. Í ljósi þessa er fyrirliggjandi tillaga um afgreiðslu orkusölusamnings til hluta álvers í Helguvík óásættanleg." Svandís segir að samningurinn sé hluti af ríkjandi stóriðjustefnu sem Vinstri græn hafi barist gegn um langa hríð. „Ekki verður séð að álbræðsla í Helguvík , með tilheyrandi mengun, náttúruspjöllum og efnahagsáhrifum sé brýnasta verkefni forríkrar þjóðar." Borgarfulltrúinn bendir á að í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar sem formaður stjórnar Orkuveitunnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, á sæti í sé að finna fyrirheit um auknar áherslur í þágu umhverfis og náttúru. „Því hefði þess verið að vænta að við áform sem þessi yrðum við vör við einhvers konar áherslubreytingar stjórnvalda. Fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur greiðir atkvæði gegn samningnum sem fyrir liggur á þem forsendum sem raktar eru hér." Bókuninni lýkur svo á því að fulltrúinn lýsir „áhyggjum sínum yfir því að svo virðist sem grímulaus stóriðjustefna muni áfram ríkja í tíð nýrrar ríkisstjórnar, ekkert stopp."
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira