Svandís segir grímulausa stóriðjustefnu ríkja áfram Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 5. júní 2007 11:04 MYND/Heiða Á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í gær var samþykktur samningur um sölu á raforku til álvers í Helguvík. Svandís Svararsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í fyrirtækinu, greiddi atkvæði gegn samningnum og bókaði sérálit. Hún segir tillögu um samninginn óásættanlega. „Orkuveita Reykjavíkur starfar samkvæmt hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar sem allar á heildstæða nálgun hvers verkefnis sem ráðist er í," segir í bókun Svandísar. „Með því er átt við fyrir liggi með skýrum hætti hversu stórt álver er fyrirhugað að reisa, á hvaða svæði nákvæmlega er fyrirhugað að sækja orkuna, orkuverðið sé kunnugt almenningi og að fyrir liggi heildstæð áætlun um verkið og áhrif þess á umhverfi, samfélag og efnahag. Í ljósi þessa er fyrirliggjandi tillaga um afgreiðslu orkusölusamnings til hluta álvers í Helguvík óásættanleg." Svandís segir að samningurinn sé hluti af ríkjandi stóriðjustefnu sem Vinstri græn hafi barist gegn um langa hríð. „Ekki verður séð að álbræðsla í Helguvík , með tilheyrandi mengun, náttúruspjöllum og efnahagsáhrifum sé brýnasta verkefni forríkrar þjóðar." Borgarfulltrúinn bendir á að í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar sem formaður stjórnar Orkuveitunnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, á sæti í sé að finna fyrirheit um auknar áherslur í þágu umhverfis og náttúru. „Því hefði þess verið að vænta að við áform sem þessi yrðum við vör við einhvers konar áherslubreytingar stjórnvalda. Fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur greiðir atkvæði gegn samningnum sem fyrir liggur á þem forsendum sem raktar eru hér." Bókuninni lýkur svo á því að fulltrúinn lýsir „áhyggjum sínum yfir því að svo virðist sem grímulaus stóriðjustefna muni áfram ríkja í tíð nýrrar ríkisstjórnar, ekkert stopp." Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í gær var samþykktur samningur um sölu á raforku til álvers í Helguvík. Svandís Svararsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í fyrirtækinu, greiddi atkvæði gegn samningnum og bókaði sérálit. Hún segir tillögu um samninginn óásættanlega. „Orkuveita Reykjavíkur starfar samkvæmt hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar sem allar á heildstæða nálgun hvers verkefnis sem ráðist er í," segir í bókun Svandísar. „Með því er átt við fyrir liggi með skýrum hætti hversu stórt álver er fyrirhugað að reisa, á hvaða svæði nákvæmlega er fyrirhugað að sækja orkuna, orkuverðið sé kunnugt almenningi og að fyrir liggi heildstæð áætlun um verkið og áhrif þess á umhverfi, samfélag og efnahag. Í ljósi þessa er fyrirliggjandi tillaga um afgreiðslu orkusölusamnings til hluta álvers í Helguvík óásættanleg." Svandís segir að samningurinn sé hluti af ríkjandi stóriðjustefnu sem Vinstri græn hafi barist gegn um langa hríð. „Ekki verður séð að álbræðsla í Helguvík , með tilheyrandi mengun, náttúruspjöllum og efnahagsáhrifum sé brýnasta verkefni forríkrar þjóðar." Borgarfulltrúinn bendir á að í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar sem formaður stjórnar Orkuveitunnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, á sæti í sé að finna fyrirheit um auknar áherslur í þágu umhverfis og náttúru. „Því hefði þess verið að vænta að við áform sem þessi yrðum við vör við einhvers konar áherslubreytingar stjórnvalda. Fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur greiðir atkvæði gegn samningnum sem fyrir liggur á þem forsendum sem raktar eru hér." Bókuninni lýkur svo á því að fulltrúinn lýsir „áhyggjum sínum yfir því að svo virðist sem grímulaus stóriðjustefna muni áfram ríkja í tíð nýrrar ríkisstjórnar, ekkert stopp."
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira