Innlent

Ók niður gönguljósastaur

Ökumaðurinn er grunaður um ölvun.
Ökumaðurinn er grunaður um ölvun. MYND/Vilhelm

Óhapp varð við gönguljósin á Miklubraut til móts við Skaftahlíð um hálf fjögur þegar bíll ók á gönguljósastaur. Ökumaðurinn virðist hafa sloppið ómeiddur en umferðarljósin á mótum Hringbrautar og Lönguhlíðar biluðu í kjölfarið. Töluverðar tafir hafa myndast á Miklubraut vegna þessa. Lögregla segir hugsanlegt að ökumaður hafi verið ölvaður.

Töluverðar umferðartafir hafa myndast á Miklubraut vegna þessa og er lögregla við umferðarstjórn á gatnamótunum.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×