Innlent

Krónan lækkar enn

Gissur Sigurðsson skrifar

Krónan hélt áfram að lækka í morgun eftir að hafa lækkað um rúm tvö prósent, sem er mesta lækkun á einum degi um langt skeið.

Lækkunin í morgun nam tæpu hálfu prósenti fyrir klukkustund. Greiningardeildir bankanna rekja þetta til tillagna Hafrannsóknastofnunar um stórfelldan niðurskurð á þorskkvóta á næsta fiskveiðiári, sem hefst fyrsta september.

Þá spá þær frekari lækkun krónunnar á næstunni.Úrvalsvísitalan lækkaði líka i gær og náði lækkunin til næstum allra fyrirtækja, sem eru skráð þar. Hinsvegar hefur orðið lítilsháttar hækkun i morgun. Þorskurinn nemur umþaðbil 40 prósentum útflutningstekna af sjávarútvegi þannig að þriðjungs niðurskurður nemur á þriðja tug milljarða.

Hlutdeild sjávarafurða af heildarverðmæti vöruútflutnings er um helmingur, eða 50 prósent,heildarverðmætisins þannig að áhryf af niðruskurðinum verða mikil. Þá hafa um fimm prósent vinnandi íslendinga beina vinnu af fiskvinnslu og fiskveiðum, en svonefnd afleidd störf, eða tengd störf, eru talin margfalt fleiri.

Utandagskrárumræða um vanda sjávarbyggðanna fer fram við upphaf þingfundar í dag klukkan hálftvö. Það er Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, sem er málshefjandi en til andsvara verður Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×