Innlent

Stjórn peningamála komin í ógöngur

Stjórn peningamála er komin í ógöngur að mati Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnin þarf að bregaðst við. Forsvarsmenn samtakanna funduðu með forsætisráðherra og utanríkisráðherra í morgun.

Samtök atvinnulífsins telja að atvinnulífið geti ekki þolað þá skertu samkeppnisstöðu sem skapast hafi en hún sé tilkomin vegna of hárrar verðbólgu, viðvarandi háum vöxtum og óhóflegum gengissveiflum.

Á fundi með forsætisráðherra og utanríkisráðherra í morgun lýstu forsvarsmenn samtakanna yfir þessum áhyggjum sínum.

Samtökin hafa áhyggjur af stýrvaxtastefnu Seðlabanka Íslands. Stýrivextir hafi hækkað á undanförnum misserum og gengi krónunnar sveiflast fram og til baka og Seðlabankinn muni ekki að óbreyttu um fyrirsjáanlega framtíð sjá möguleika á því að lækka vexti. Samtökin telja að vaxtahækkanir Seðlabankans skaði atvinnulífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×